Karíbahaf Roatán Hondúras,
Flag of Honduras

Meira

ROATÁN
HONDÚRAS

.

.

Utanríkisrnt.

Roatáneyja tilheyrir Hondúras.  Hún er í Vestur-Karíbahafi.  Íbúafjöldinn er 7.000, flatarmáleyjaklasans Flóaeyjar (Islas de la Bahia) er 261 km² höfuðstaðurinn Roatán (Coxen's Hole) og tungan spænska. Litlar flugvélar og bátar halda uppi samgöngum frá meginlandinu (einkum frá La Ceiba).  Skemmtiferðaskip koma stundum við og skip koma óreglulega þangað á leið til eða frá Grand Cayman. Uppbygging ferðaþjónustu er tiltölulega nýhafin.  Þegar þetta er ritað er vegakerfið þannig, að samgöngum um eyjuna er sinnt með fjórhjóladrifsbílum.

Ýmsar tegundir skordýra, þ.á.m. sandflær, og skær sólin geta gert fríið erfitt. Eyjan er umlukin kóralrifjum.  Hún er 50 km löng og allt að 5 km breið.  Hún er skógi vaxin og hæsti staður liggur 224 m.y.s. Kólumbus kom við á eyjunni í fjórðu ferð sinni árið 1502.  Á sautjándu öld komst hún undir yfirráð Breta.  Sjóræningjar höfðu þá komið sér fyrir.  Í lok 18.aldar fluttu Englendingar uppreisnargjarna karíbaindíána þangað frá St. Vincent.  Þeir blönduðust negraþrælunum í tímans rás. Árið 1859 fékk Honduras eyjuna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM