Karíbahaf Roatán meira,
Flag of Honduras

Booking.com


ROATÁN
MEIRA - HONDÚRAS

.

.

Utanríkisrnt.

Map of Honduras

Landbúnaður og skógarhögg eru mikilvægar tekjulindir eyjarskeggja.  Helztu nytjaplöntur eru bananar, sykurreyr, kókoshnetur og ýmsar tegundir eðalviðar.

Fiskveiðar til útflutnings eru meðal gjaldeyrisskapandi greina (rækja, humar og krabbi).

Ferðaþjónustan verður æ mikilvægari.  Hún hófst fyrir fáum árum og byggðist í upphafi aðallega á skemmtiferðaskipum, snekkjum og skútum.

Skoðunarverðir staðir
Roatán (Cosen's Hole), höfuðstaðurinn, er á suðausturhluta eyjarinnar.  Í höfn bæjarins er aragrúi af fiskibátum og snekkjum.  Á dögum sjóræningjanna var staðurinn betur þekktur undir nafninu Port Royal og leitað er á nokkrum stöðum að minjum frá þeim tíma.

Flowers' Bay.  Fallegir áfangastaðir í nágrenni bæjarins eru m.a. Flowers' Bay, French Harbour og síðast en ekki sízt Brick Bay (hótel og siglingaklúbbur).
Oak Ridge er athyglisverður staður.  Þar er að finna rústir brezkra varnarmannvirkja, sem Lord Nelson skoðaði eitt sinn.

Punta Corda er einstaklega fallegt og áhugavert þorp svartra karíba.

*Kóralrifin umhverfis eyjuna voru lengi ókönnuð.  Búizt er við, að hinn ógnfagri neðansjávarheimur þeirra bíði skaða af óheftum straumi ferðamanna, einkum kafara.

Umhverfi eyjarinnar:
Barbareta, Morat og Sta. Elena eru þrjár smáeyjar austan Roatán.  Þangað er bara hægt að komast með bátum.

*Guanaja (Bonacca) er fásótt, furuvaxin eyja, hin austasta Flóaeyja.  Þar hefur ferðaþjónustan samt stungið niður fæti og flogið er á milli hennar Roatán og La Ceiba á meginlandinu.  Algengt er að siglt sé þaðan á seglskútum til Grand Cayman.  Höfuðstaður eyjarinnar er kallaður Litlu-Feneyjar vegna fjölda staurakofa, sem tengdir eru trébrúm (líkjast helzt staurakofunum í Unteruhldingen við Bodenvatnið í Þýzkalandi).

Utila er lítil eyja suðvestan Roatán, þar sem búa u.þ.b. 1.400 manns og lifa mest af fiskveiðum.  Hægt er komast þangað frá Roatán og La Ceiba en þar er enn þá lítið um gistirými, þótt ferðaþjónustan sé í uppbyggingu.  Þar er að finna fögur kóralrif og neðansjávarhella og gnótt af hitabeltisgróðri.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM