Karíbahaf Curaçao,
Flag of Netherlands

Meira

CURAÇAO
.

.

Utanríkisrnt.

Curaçao tilheyrir Hollenzku Antilleyjum en hún er hluti af Litlu-Antilleyjum.  Flatarmálið er 444 km².  Íbúafjöldinn er 170.000 (1998), höfuðborgin er Willemstad og tungumál eyjarskeggja eru hollenzka, papiamento, spænska og enska. Beinar flugsamgöngur eru við Aruba, Bonaire, Sint Maarten (allar Hollenzku-Antilleyjar), St. Christopher (Brezku Jómfrúareyjar), Port-of-Spain (Trinidad), San Juan (Puerto Rico), Santo Domingo (Dóminikanska lýðveldið), Port-au-Prince (Haiti), Kingston (Jamaica), Caracas (Venesúela), Gerogetown (Guyana), Paramaribo (Súrínam), Barranquilla, Medelin (báðar í Kólumbíu), Panama City (Panama), Miami, New York (báðar í BNA) og Amsterdam (Holland). Flest skemmtiferðaskipin, sem koma til Curaçao, koma frá Miami og New York, San Juan og líka frá öðrum Karíbaeyjum.  Þau leggjast að bryggju í Willemstad.  Áætlunarferðir með ferjum til Aruba og Bonaire og Coro í Venezuela.

Curaçao er ekki aðeins þekkt fyrir líkjör og að vera stærst Hollenzku-Antilleyjanna, hún hefur legu sinnar vegna verið mikilvæg fyrir verzlun og viðskipti allt frá nýlendutímanum, því að þar hefur verið geysimikil umskipun alls konar varnings.  Nú eru á eyjunni einhverjar mestu olíuhreinsunarstöðvar Vesturheims og höfuðborgin er orðin vinsæll og vel þekktur verzlunarstaður meðal farþega skemmtiferðaskipa.  Dvalargestir á eyjunni njóta frábærra baðstranda og hótela og Evrópubúar sækja þangað í auknum mæli,

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM