Karíbahaf Sint Maarten St Martin,
Flag of Netherlands Antilles

[Saint-Martin]

Flag of Netherlands

France Flag


SINT MAARTEN -
 
St MARTIN
.

.

Utanríkisrnt.

Sint Maarten er ein Litlu-Antilleyja (Áveðurseyja).  Norðurhlutinn er franskt yfirráðasvæði (54 km²) en suðurhlutinn hollenzkt (32 km²).  Heildarflatarmálið er 88 km² og íbúafjöldinn u.þ.b. 28.000 (8.000 í franska hlutanum en 20.000 í hinum hollenzka).  Höfuðstaðir eyjarinnar eru Philipsburg í hollenzka hlutanum og Marigot í hinum franska.  Tungumálin eru hollenzka, franska og enska.Um alþjóðaflugvöllinn Juliana Airport í hollenzka hlutanum fer öll flugumferð frá Norður-Ameríku, París og Amsterdam.  Flugumferð innan Karíbasvæðisins fer líka um franska flugvöllinn Grand' Case.  Mörg flug á dag milli St. Martin, Guadeloupe, Puerto Rico og Jómfrúareyja.

Skemmtiferðaskip koma reglulega til Philipsburg.  Ferjur sigla reglulega milli Philipsburg, Saba og Sint Eustatius; einnig á milli Marigot, St-Barthélemy og Anguilla.  Skoðunarferðir á sjó eru tíðar frá Marigot og Philipsburg til Anguilla, St-Barthélemy, Saba og Sint Eustatius. 

Samkvæmt munnmælum voru landamærin milli franska og hollenzka hlutans ákveðin með kapphlaupi.  Þá voru sykurframleiðsla, kvikfjárrækt, saltvinnsla og fiskveiðar helztu tekjulindir eyjarskeggja.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM