Karíbahaf Trinidad Tobago,
Flag of Trinidad and Tobago

Meira

TRINIDAD og TOBAGO
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Trinidad and Tobago

Trinidad og Tobago er sjálfstætt lýðveldi í brezka samveldinu og hluti af Litlu-Antilleyjum (Áveðurseyjum).  Flatarmálið er 5.128 km² og íbúafjöldi 1,3 milljónir.  Höfuðborgin er Port-of-Spain og tungumálið er enska. Trinidad og Tobago er syðsta eyríkið í Karíbahafi skammt frá norðurströnd Venezuela.  Báðar eyjarnar teljast með fegurstu stöðum Karíbahafsins.  Þær fengu sjálfstæði árið 1952 og eru meðal efnahagslega öflugustu ríkjanna á svæðinu, einkum vegna olíulindanna, sem nýttar eru.  Íbúarnir, sem eru af mismunandi uppruna, lifa saman í sátt og samlyndi.

Trinidad og Tobago er aðili að Sameinuðu þjóðunum (UN), Bandalagi Ameríkuríkja (OAS), Efnahagsbandalagi Karíbaríkja (CCM), Efnahagsbandalagi latnesk-amerískra ríkja (SELA) og Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildar að brezka samveldinu.

Mesta þéttbýli landsins er í og umhverfis Port-of-Spain - Arima, en þar býr rúmur helmingur íbúanna á 10% heildarrýmis landsins.  Önnur stærsta borg  landsins er San Fernando á sunnanverðri vesturströndinni með 40.000 íbúa.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM