Karíbahaf Haiti,
Flag of Haiti

Meira Sögubrot

HAITI

Map of Haiti
.

.

Utanríkisrnt.

Haiti er forsetalýðveldi á eyjunni Haiti.  Flatarmál ríkisins er 27.750 km² og íbúafjöldinn 12 milljónir (2010).  Höfuðborgin er Port-au-Prince og tungumálin eru franska og frönsk kreólska. Áætlunarflug er tengir Port-au-Prince við New York og Miami (USA), Montreol (Kanada), Nassau (Bahama-eyjar), Kingston og Montego Bay (Jamaica), San Juan (Puerto Rico), Sint Maarten og Curaçao (Hollenzku Antilleyjar).  Flug eftir þörfum til Cap-Haitien, Jacmel, Jérémie og Les Cayes. Skemmtiferðaskip koma oft við í Port-au-Prince, Cap-Haitien og Labadee.  Tíðar bátsferðir til og frá aðalhafnarbæjum landsins.  Lýðveldið Haiti, sem íbúarnir kalla perlu Antilleyja án þess að það sé nafn með rentu, er land andstæðna.  Landslag- og félagslegar andstæður er að finna inni í landi.  Landið er hið fátækasta í Vesturheimi.  Hin geysilega fátækt og eymd fjöldans stingur mjög í stúf við lífsstíl fámennrar yfirstéttar.  Þrátt fyrir niðurdrepandi vandamál, geislar lífsgleðin af íbúunum, sem eru stoltir af fortíð sinni.

Fjöldaferðamennska sóldýrkenda hefur ekki náð til Haiti enn þá og fáar strendur eru í stakk búnar til slíks.  Erfitt er að ferðast um stóra hluta landsins vegna lélegs vegakerfis, þannig að frumleiki og sjálfsmynd lands og þjóðar hafa ekki skaðast.  Litskrúðugt mannlífið og töfrar þess, sem byggjast á hinni einstæðu menningu Haiti, gera landið að heillandi áfangastað.  Þar hitta ferðamenn líka fyrir átakanlegustu fátækt og eymd, sem hugsanlegt er að finna í þriðja heiminum.

Hinn 12. janúar 2010 reið 7 stiga jarðskjálfti yfir og olli mestum búsifjum í höfuðborginni og umhverfi hennar.  Stórir eftirskjálftar riðu yfir og gerðu björgun erfiða.  Talið er að á þriðja hundrað þúsund manns hafi farizt.  Aðeins tókst að bjarga u.þ.b. 140 manns úr rústum.  Íslenzka rústabjörgunarsveitin var meðal hinna fyrstu slíkra á staðinn.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM