Conaives
er höfuðborgin í Artibonitehéraði á norðvesturströndinni við sjávarmál.
Íbúafjöldinn er 40.000. Flugsamgöngur
við Port-au-Prince.
Þetta
er falleg borg við skjólgóðan Gonaives-flóann.
Hún er mikillvæg fyrir baðmullar-ræktendur í nágrenninu, því
að þar er stór spunaverksmiðja.
Hinn
1. janúar 1804 lýsti Jean Jacques Dessalines, leiðtogi
uppreisnarmanna og síðar Jacques I keisari, yfir sjálfstæði
landsins í borginni. Hún
var fyrrum mikilvæg fyrir útflutninga baðmullar og kaffis.
Skipulag hennar frá nýlendutímanum minnir helzt á skákborð.
Skoðunarverðir
staðir
Markaðurinn (Marché)
í miðborginni er litríkur. Á
150 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar voru minningardómkirkjan
og nokkur minnismerki vígð. Húsin
í miðborginni minna á nýlendutímann, en í úthverfunum bera
leirkofarnir svip af híbýlum til sveita.
*Plaine
des Conaives
er
landbúnaðarsvæði utan borgarinnar, sem erfitt er til ræktunar vegna
þurrka
en
lögð er áherzla á plöntur, sem þrífast við þessi skilyrði.
Ýmis ríki hafa veitt
þróunaraðstoð til að gera brunna til að koma upp áveitum,
þannig að hægt sé að auka landbúnaðinn
og gera hann fjölbreyttari á svæðinu.
Þessar framkvæmdir koma til góða a.m.k. 3000 smábændum og
fjölskyldum þeirra, sem varla drógu fram lífið áður.
Auk vaxandi framleiðslu matvæla á svæðinu er ræktuð þar
baðmull vegna sérstaklega góðra loftslagsskilyrða.
Baðmullarverksmiðjan í Conaives framleiðir líka olíu úr kjörnum
jurtarinnar. |