Karíbahaf Haiti Ile de la Conáve,
Flag of Haiti

Booking.com


GONAVE / Ile de la Conâve
HAITI

.

.

Utanríkisrnt.

Gonave / Ile de la Conâve er stærsta eyja fyrir ströndum Haiti, er í Vesturhéraði.  Eyjan er (660 km²) í Gonâve-flóa og þar búa 70.000 manns.  Samgöngur á sjó við Port-au-Prince og St-Marc.  Að mestu leyti er hún úr kalkhryggjum, sæbrött eða girt mangrovetrjám, kóralrifjum og klettum í hafi.  Um tíma á 17.öld var eyjan bækistöð sjóræningja og hæli strokuþræla á 18.öld.  Þurrkar koma í veg fyrir arðbæran landbúnað.  Fiskveiðar gefa íbúunum takmarkaða möguleika til lífsviðurværis.  Þrátt fyrir nokkrar fallegar baðstrendur er fátt um ferðamenn.

Anse à Galets
er stærsti bær eyjarinnar á norðurströndinni (4000 íb.; lítill flugvöllur) en Pointe à Raquette (2000 íb.) er á suðurströndinni.

Á innri hluta eyjarinnar eru aðeins nokkrir stígar fyrir burðardýr og gangandi fólk.  Hæsti staður er Montagne Daudeville (370 m) á vesturhlutanum og Montagne Chien (770 m) á suðausturhlutanum.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM