Port-de-Paix
er höfuðborgin í Norðvesturhéraði við sjávarmál. Íbúafjöldi 27.000. Flug
eftir þörfum til og frá Port-au-Prince.
Þjóðvegurinn liggur um Gonaives og St-Marc til Port-au-Prince.
Nauðsynlegt að kynna sér ástand vega áður en ekið er til
Port-de-Paix.
Port-de-Paix
er í fátækasta héraði landsins og er einangruð, bæði með
tilliti til samgangna og viðskipta.
Kólumbus lýsti landssvæðinu sem paradísardal.
Árið 1664 stofnuðu sjóræningjar frá eyjunni Ile de la
Tortue þar hafnarbæ, sem var ein ríkasta byggðin á Hispaniola á
meðan nýlenduveldi Frakka hélzt.
Árið 1902 eyðilagðist stór hluti bæjarins i stórbruna.
Rústum virkja Frakka er velviðhaldið.
Fyrir ströndinni eru stórkostleg kóralrif, sem eru ævintýraheimur
fyrir kafara. |