Karíbahaf Haiti les Cayes,
Flag of Haiti

Booking.com


CAYES / LES CAYES
HAITI

.

.

Utanríkisrnt.

Cayes/ Les Cayes er í Suðurhéraði  á suðurströnd Suðurskaga við sjávarmál.  Íbúafjöldinn er 36.000.  Flugsamgöngur eftir þörfum við Port-au-Prince.

Les Cayes er fjórða stærsta borg landsins og höfuðstaður héraðsins.  Frakkar stofnuðu hana árið 1719.  Símon Bólivar leitaði þar hælis árið 1815 og fékk vopn frá Pétion forseta.  Götur borgarinnar er breiðar og hún hefur nokkra viðskiptalega þýðingu, því þar er kaffiútflutningshöfn og ein hinna þriggja stóru sykurverksmiðja landsins.  Fyrir nokkrum árum jókst mikilvægi hennar við gerð þjóðvegar nr. 200 til Port-au-Prince.  Áætlanir eru uppi um uppbyggingu iðnaðarsvæðis og endurbætur hafnarinnar.

Skoðunarverðir staðir
Umhverfis höfnina eru rústir varnarmannvirkja frá 18. og 19.öld.  Kaffisekkjum er skipað út með léttabátum.  Dómkirkjan og nokkur dæmigerð frönsk nýlenduhús eru skoðunarverð.

*Saut Mathurine er fallegur foss, umgirtur þéttum gróðri og erfiður aðgöngu.  Hann er 30 km norðan borgarinnar við Camp Perrin.  Orkustofnun ríkisins hefur lengi haft augastað á honum til orkuframleiðslu.

Citadelle des Platons er 750 m hár tindur 35 km norðvestur af borginni.  Þar er legsteinn tónskáldsins Nicolas Geffrard.  Norðar er Pic de Macaya (2.347 m), hæsti tindur Hottefjallgarðsins, sem er vestasti fjallgarður Suðurskaga.

Macaya er frábær strönd við hótel Macaya 26 km suðvestan Les Cayes.  Áður en haldið er þangað er nauðsynlegt að kynna sér ástand vegarins.

Ile à Vache
er fögur lítil eyja, sem borgar sig að heimsækja ef tími leyfir.  Hún liggur 11 km suðaustan Les Cayes og var, einkum á 17.öld, mikilvæg bækistöð sjóræningja.  Árið 1671 sigldi Henry Morgan miklum flota þaðan til að ræna og rupla í Panamá.

Plaines des Cayes er einhver frjósamasta slétta landsins.  Þar eru smábýli og stórar sykurreyrsekrur.  Einnig er þar ræktað talsvert af vétiver, sem unnin er úr ilmolía.  Víða er að finna rústir herragarða frá nýlendutímanum.  Í rústum suðuhúsanna er víða að sjá vélahluta úr pottjárni, sem gefa innsýn í tæknivædda sykurvinnsluna á síðustu öld.  Áveiturústir eru líka víða.  Ljóst er af öllu, sem finna má frá liðnum öldum, að ríkt hefur blómaskeið (a.m.k. hluta af nýlendutímanum), sem kom aðeins fáum útvöldum til góða.  Oft ber líka fyrir augu frumstæðar sykurreyrspressur smábændanna.  Þær eru oftast drifnar með nokkrum uxum og eftirsóttur reyrsnaps eða púðursykur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM