Karíbahaf Haiti Ile de la Tortue,
Flag of Haiti

Booking.com


ILE de la TORTUE
HAITI

.

.

Utanríkisrnt.

Bátsferðir eftir þörfum frá Port-de-Paix.  Ile de la Tortue þýðir Skjaldbökueyja.  Úti fyrir borginni Port-de-Paix er Skjaldbökueyjan.  Sundið á milli borgar og eyjar er u.þ.b. 10 km breitt og mikið er umhákarla þar.  Eyjan var fyrrum aðalbækistöð sjóræningja og víkinga í Vestur-Indíum.  Þar voru ákjósanleg skipalægi og landslag eyjarinnar gerði árásarmönnum erfitt fyrir og  allar varnir mjög auðveldar.  Lega eyjarinnar var hagstæð sjóræningjunum.  Það var stutt til kúbanskra hafna og helztu leiða spænska silfurflotans.  Eyjan með Rochevirkinu var skelfilegasta sjóræningjahreiður Vestur-Indía alla 17.öldina.  Evrópskar ríkisstjórnir lögðu blessun sína yfir athafnir sjóræningjanna bæði á sjó og landi.  Á þessum ólgutímum í Evrópu var algengt að sjóræningjarnir fengju leyfisbréf, sem skuldbundu þá til aðgerða gegn óvinaflotum og kaupskipum.  Að undanskildum nokkrum fallstykkjum finnast nú engin merki um bækistöðvar sjóræningja á eyjunni.  Þess í stað rekast gestir á eyjunni á kynlega kvisti, sem vilja lifa í anda Robisons Crusoe.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM