Karíbahaf Turks Caicos,
Flag of Turks and Caicos Islands


TURKS & CAICOS
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Turks and Caicos Islands

Turks- og Caicoseyjar eru hluti Bahamaeyja.  Þær eru brezk nýlenda.  Helztar eru Grand Turk, Salt Cay, South Caicos, North Caicos, East Caicos, Pine Cay, Providenciates og five Cays.  Heildarflatarmál þeirra er 430 km², íbúafjöldinn u.þ.b. 7.500.  Höfuðstaður þeirra er Cockburn Town á Grand Turk.  Á eyjunum er töluð enska og kreólska. Reglulegar flugsamgöngur eru á milli Grand Turk og Salt Cay, South Caicos, Middle Caicos, Pine Cay, Providenciales, Miami (BNA) og Port-au-Prince (Haiti); einnig á milli South Caicos og Grand Turk, Middle Caicos, Pine Cay, Providenciales, Nassau (Bahamaeyjar), Miami (BNA), Port-au-Prince og Cap Haitien (báðar á Haiti).

Leigubátar sigla milli einstakra eyja í eyjaklasanum og til nokkurra annarra nágrannaeyja.  Ógleymanlegar skoðunarferðir með glerbotnabátum frá Cockburn Town (Grand Turk), Salt Cay, Cockburn Harbour (South Caicos, Whitby (Middle Caicos), Pine Cay og Providenciales. Þriðjungur íbúanna býr í eða við höfuðstaðinn, Cockburn Town.  Langflestir þeirra eru afkomendur negraþræla og eru mótmælendatrúar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM