Bahamaeyjar,

Meira      

BAHAMAEYJAR

Map of Bahamas, The
.

.

Utanríkisrnt.

Bahamaeyjar liggja norðaustan og austan Stóru-Antilleyja.  Þar ríkir stjórnarskrárbundið einveldi í brezka samveldinu.  Heildarflatarmál 13.935 km².  Íbúafjöldi 264.000 (1993).  Höfuðborg Nassau.  Tungumál enska.  Nafn eyjanna er dregið af spænska nafninu 'baja mar', sem þýðir grunnsævi.  Loftslag er þar mjög milt og Mið-Evrópubúar líta margir á eyjarnar sem orlofsparadís.  Þar er að finna margar fámennar baðstrendur, góða aðstöðu til köfunar, urmul kóralla- og fisktegunda,  marga möguleika til vatnaíþrótta, lúxushótel, orlofshús, spilavíti, smábátahafnir, golf- og tennisvelli auk alls konar annara möguleika til afþreyingar í sumarfríinu.

Um langan aldur voru gestir eyjanna að mestu auðugt fólk, en eftir síðari heimsstyrjöldina fór almenningur í Bandaríkjunum og Kanada að sækja þangað í auknum mæli og uppbygging ferðamannastaða hófst til að taka við auknum fjölda.  Einkum var byggt upp á New Providence (Nassau) og á Grand Bahama (Freeport/Lucaya).  Fjársterk fyrirtæki hófu uppbyggingu ferðaþjónustu á minni eyjum og nutu til þess skattafríðinda yfirvalda Bahamaeyja, sem hlutu sjálfstæði frá Bretum árið 1973.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM