Flatarmál
er 388 km² og íbúafjöldi u.þ.b. 4.000.
Áætlunarflug milli Nassau og The Bight.
Leiguflug eftir þörfum (þ.á.m. sjóflugvélar) til ýmissa
staða á eyjunni. Bátsferðir
oft í viku til margra staða á eyjunni og milli Cat Island og annarra
eyja í grenndinni.
Cat
Island liggur u.þ.b. 160 km sunnan aðaleyjarinnar, New Providence.
Hún var skírð eftir brezka skipstjóranum Catt.
Þessi langa og mjóa eyja er meðal fegurstu og frjósömustu
Bahamaeyjanna.
Víða er hægt að finna merki um menningu indíána.
Spánverjar settust aðeins tímabundið að á henni.
Bandarískir konungssinnar settust að á seinni hluta 18. aldar
og hófu baðmullarrækt, sem síðar var hætt og akuryrkja og grænmetisrækt
var tekin upp. Listavelgerðar
vörur úr trefjum eru löng hefð á eyjunni og þær eru seldar í öllum
stærri listmunaverzlunum og listamörkuðum á Bahamaeyjum.
Á sjötta áratugnum komst Cat Island á ferðaþjónustukortið.
Skoðunarverðir
staðir
The Bight,
höfuðstaður
eyjarinnar, er fallegur bær. Mörg
hinna fyrrum bændabýla eru enn þá með stráþökum.
Í hinni fallegu, katólsku kirkju (1949), sem kennd er við
heilagan föður Jérôme, eru mjög fallegar freskur.
Af óðalssetrinu Armbrister House frá nýlendutímanum stendur einungis forhliðin.
Mount
Alvernia
er hæsti punktur Bahamaeyja, rétt norðan The Bight.
Efst uppi trónir einsetubústaðurinn, sem byggður er í spænskum
stíl. Þar á faðir Jérôme
að hafa hafzt við. Hann
var upphaflega anglikani en snérist til katólskrar trúar og teiknaði
nokkrar kirkjur á Bahamaeyjum.
Moss
Town
er
gamall bær sunnan The Bight. Enn
þá sunnar er fallegur hafnarbær,
Port
Howe. Þar standa rústir
Deveaux-bústaðarins, sem bandaríski sjóliðsforinginn Andrew Deveaux
lét reisa á plantekru sinni á 18. öld.
Deveaux tókst að ná Nassau úr höndum Spánverja árið 1783.
Kólumbusarhöfði
er syðsti oddi
eyjarinnar. Þar er hellir,
sem búið var í áður en Kólumbus kom til Vesturheims.
Cutlass
Bay
er vestan Port Howe.
Þar er paradís sjóstangaveiðimanna.
Enn þá vestar er Hawk's
Nest, vaxandi ferðamannastaður, þar sem einnig er lögð áherzla
á sjóstangaveiði.
Pigeon Cay.
Í
norðaustlægri stefnu frá The Bight eru mörg vinaleg bændabýli.
Þegar 30 km leið er að baki er komið að höfðanum Pigeon
Cay. Þar er afburðagóð
sandströnd og lón. Rétt
hjá er Bennett's Harbour.
Arthur's
Town
er
stærsti bærinn á norðurhlutanum og upphafsstaður margra ævintýralegra
skoðunarferða. Kvikmyndleikarinn
Sydney Poiter ólst þar upp.Little San Salvador er eyja hálfleiðis
milli The Bight og Eleuthera (u.þ.b. 20 km).
Hún er orlofsparadís. Skemmtiferðaskip
koma þangað oft. |