New Providence Bahamaeyjar,


NEW PROVIDENCE
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flatarmál 207 km², íbúafjöldi 180.000 og höfuðborgin Nassau.  Eyjan er 34 km löng og 11 km breið.  Áætlunarflug oft á dag milli Miami og Nassau og a.m.k. einu sinni í viku á milli Nassau og helztu borga í Evrópu og N.-Ameríku auk ýmissa annarra staða í Karíbahafi.

Frá Nassau er flogið til eftirtalinna staða á Bahamaeyjum:  Marsh Harbour, Treasure Cay, Andros Town, Mangrove Cay, San Andros & Congo Town, Chub Cay & Great Harbour Cay, Alice Town Harbour, The Bight, Crooked Island, Governor's Harbour, Norht Eleuthera, Rock Sound, George Town, Freeport International Airport, Inagua, Deadman's Cay & Stella Maris og San Salvador.


Ferðir á sjó: 
Til Nassau koma skemmtiferðaskip oftast frá Flórída, San Juan (Puerto Rico), St. Thomas (Bandarísku jómfrúareyjar) og öðrum eyjum í Karíbahafi.  Flutningaskip sigla oft í viku frá Nassau til annarra Bahamaeyja.

New Providence er miðstöð viðskipta og ferðaþjónustu.  Norðausturhlutinn var hentugastur fyrir höfnina í Nassau.  Eyjan er flöt, þakin vötnum og mýrlendi og furuskógum.  Norðurhlutinn er hæðóttur, hæsti punktur 41 m.y.s.  Þar eru góðar baðstrendur, smábátahafnir, golfvellir og fleira til afþreyingar, sem gera eyjuna einhvern eftirsóttasta ferðamannastað Karíbahafsins.  Nassau, sem þekur u.þ.b. þriðjung flatarmáls eyjarinnar, er miðstöð viðskipta og ráðstefnustaður og er því oft svið ýmissa heimsviðburða.  Eyjan liggur á 25°N og 77°25'V.

Eyjan var byggð arawökum á forkólumbískum tíma.  Árið 1666 varð hún að brezkri nýlendu og fékk núverandi nafn.  Fyrsta byggðin reis í Charles town (eftir Karli II Englandskonungi).  Síðar fékk bærinn nafnið Nassau.  Á 17. öld og í byrjun hinnar 18. var eyjan bækistöð sjóræningja.  Eftir að Bretar höfðu tryggt stöðu sína aftur, varð Nassau aðalmiðstöð þrælasölu.  Árið 1776 ollu bandarísk herskip mikilli eyðileggingu í borginni og sex árum síðar komst hún undir járnhæl Spánverja.  Í lok 18. aldar fluttust margir bandarískir konungssinnar til eyjarinnar.  Þegar þrælahald var afnumið árið 1834, byggðu negrarnir mörg þorp víðsvegar um eyjuna.

Á meðan frelsisstríðið stóð yfir í Bandaríkjunum varð Nassau, einkum hið nýopnaða Royal Victoria Hotel, að miðstöð þeirra, sem reyndu að brjóta hafnbannið, og njósnara og á bannárunum miðstöð smyglara.  Síðar varð borgin að fundarstað alþjóðlegra fjármálamanna, sem leiddi til þess, að farið var að huga æ meira að uppbyggingu ferðaþjónustu.  Eftir síðari heimsstyrjöldina þróaðist hún ört, baðstrendur voru skipulagðar og Hog Island (Purkey), sem liggur fyrir strönd Nassau, var byggð upp í þeim tilgangi og endurskírð „Paradísareyja".

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM