Rum Cay Bahamaeyjar,


RUM CAY
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flatarmál er  76 km².  Flugsamgöngur eftir þörfum frá Nassau og ýmsum flugvöllum í Flórída.  Ferðir á sjó vikulega frá Nassau um Great Exuma, Cat Island og Long Island til Port Nelson (Rum Cay).

Smáeyjan Rum Cay var önnur í röð eyja, sem Kólumbus kom fyrst til í Vesturheimi.  Hann nefndi hana 'Santa Maria de la Concepción'.  Hún liggur austast Bahamaeyja í grennd við San Salvador.  Eftir hnignun baðmullarræktarinnar á f.hl. 19. aldar var hafin mikilvæg saltvinnsla.

Árið 1853 eyðilagði fellibylur saltvinnslumannvirkin og síðan drógu Bandaríkin úr innflutningi salts.  Þetta olli fækkun íbúanna úr 800 í 150.  Þótt hafin væri ræktun sísalhamps og ananas breyttist sú staða ekki.  Nú er Rum Cay vinsæll dvalarstaður sjóstangaveiðimanna, kafara og siglingamanna.  Port Nelson er höfuðstaður eyjarinnar og stendur við skjólgóða höfn.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM