Heildarflatarmál
448 km² og íbúafjöldi 5.000. Reglulegar
flugferðir frá Nassau um George Town (Great Exuma) til Cape Santa
Maria, Stella Maris, Deadman's Cay og Hard Bargain.
Leiguflug eftir þörfum frá ýmsum stöðum í Flórída og
Bahamaeyjum. Ferðir á sjó
með flutningaskipum frá Nassau um George Town til Stella Maris og
Deadman's Cay.
LANGEY
er u.þ.b. 100 km löng og örfárra km breið og liggur í
nv/sa-læga stefnu. Hvarfbaugur
liggur um hana þvera. Austurströndin
er klettótt en vesturströndin flöt og sendin.
Landslagið er prýtt grænum hólum og söltum mýrum og fenjum.
Landbúnaður er stundaður í stórum stíl, einkum nautgripa-
og grænmetisræktun. Ennfremur
eru bátasmíðar, fiskveiðar, saltvinnsla (u.þ.b. 300.000 tonn á ári)
og ferðaþjónusta mikilvægar atvinnugreinar.
Fornminjar
frá tímum Lucaya, sem fundizt hafa, gefa til kynna, að þeir hafi
haft þar búsetu og nefnt eyjuna Yuma.
Þessi kynstofn indíána var af forkólumbískum stofni.
Hinn
15. Oktober 1492 lenti Kólumbus við norðurodda eyjarinnar og skírði
hana Fernandina. Allan tímann,
sem nýlenduveldi Evrópu rifust og slógust um lönd og álfur, ávann
saltvinnslan á eyjunni sér mikilvægari sess.
Löngu áður en fyrstu konungssinnarnir komu sér fyrir á
eyjunni og fóru að rækta baðmull, var farið að flytja salt út til
Bermuda og New York.
Eftir
að baðmullarræktin hrundi á 19. öld var farið að rækta nautgripi
og grænmeti.
Skoðunarverðir
staðir
Santa
Mariahöfði
er einhver mest hrífandi
staður Bahamaeyja nyrzt á eyjunni, þar sem Kólumbus lagði að
landi.
Calabash
Bay er
forkunnarfagur flói í grennd við höfðann.
Baðströndin er >5 km löng og mjög vinsæl.
Kóralrif
fyrir norðurströndinni.
Það
er urmull af fiski í sjónum og aðstæður til köfunar eru mjög góðar.
Á kóralrifjunum er m.a. að finna elgkóralla og svarta kóralla,
sem smám saman hafa horfið annars staðar vegna sjávarmengunar.
Burnt
Ground
er dæmigert ytrieyjaþorp
á norðurhluta eyjarinnar.
Stella
Maris
er tiltölulega ný byggð
á norðureynni. Þar býr
tiltölulega margt þýzkumælandi fólk.
Gistiað-staða og afþreying er vel úr garði gerð fyrir
gesti, sem koma til að slappa af. Margt ríkt eftirlaunafólk sækir þangað.
Golfvöllur og flugvöllur.
Conception Island.
Frá Stella Maris er
vinsælt að fara þangað í köfunarleiðangra, því að þar er að
finna á fertugasta tug skipsflaka á sjávarbotni auk neðansjávarhella
(einkum í Rum Cay) og kóralrifja.
*Simms er dæmigert ytrieyjaþorp með stráþöktum húsum og gamalli kirkju.
H.M fangelsið er líka þess virði að kíkja á.
Salt
Pond
er upphafsstaður einnar
mestu siglingarkeppni á Bahamaeyjum, The Long Island Regatta.
Deadman's
Cay. Þar
er að finna stórkostlega dropasteinshella.
Hinn kunnasti er Deadman's Cove. Hellaristur og teikningar sýna,
að frumbyggjar eyjarinnar hafa haft þar búsetu.
Clarence
Town
er stærsta þorp
eyjarinnar. Höfnin er
umgirt litríkum húsum. St.
Paul's-kirkjan trónir yfir því.
Faðir Jerôme lét reisa hana í norðafrískum stíl.
Í grennd bæjarins er skemmtilegt svæði til köfunar. Blue
Hole er neðansjávarhellir með 70 m breiðu opi, sem ekki hefur verið
kannaður til hlítar.
Diamond Cristal Salt Co.
er saltvinnsla í grennd
við Hard Bargain. Hægt er
að fá að skoða hana. Hún
er önnur stærst á Bahamaeyjum (300.000 t.á ári). |