Þessum eyjaklasa tilheyra eftirtaldar eyjar:
Great Abaco, Little Abaco, Elbow Cay, Great Guana Cay, Walker's
Cay, Treasure Cay, Green Trutle Cay, Gorda Cay, Man O'War
Cay og Pelican Cays.
Flatarmál þeirra er samtals 1.680 km² og íbúafjöldi u.þ.b.
7.000.
Abacoeyjar eru í norðaustanverðu eyjaríkinu.
Hafið umhverfis þær er talið meðal beztu hafsvæða til siglinga
seglbáta. Þar
eru mjög góðar smábátahafnir, s.s. í Marsh Harbour og Hope
Town.
Kjarni þessa eyjaklasa er hin skeifulaga eyja Great Abaco. Fyrir austurstönd hennar eru klettar og smáeyjar, sem teygja
sig til Walker's Cay, nyrztu Bahamaeyjunnar.
Miðhluti vesturstrandarinnar hefur veðrast í margar smáeyjar og
kletta.
Áætlunarflug
er á milli Nassau og Marsh Harbour og Treasure Cay. Einnig er leiguflug frá Miami til sömu eyja.
Skipaferðir
eru frá Nassau og Freeport oft í viku til allra stærri bæja á
Abacoeyjum.
SAGAN
Enskir
bændur settust að á Abacoeyjum á 18. öld að loknu frelsisstríði
Bandaríkjamanna. Þetta
endurspeglast enn þá í yfirbragði byggðarinnar, siðum og venjum. Hefðbundnum atvinnugreinum, bátasmíði og fiskveiðum, er
minna sinnt nú, þar sem ferðaþjónustan hefur rutt sér til rúms á
síðustu árum. Samtímis
hefur aukin akuryrkja, ræktun grænmetis og sykurreyrs auk timburútflutnings
til pappírsgerðar skotið styrkari stoðum undir efnahagslífið.
Skoðunaverðir
staðir
Marsh
Harbour
er aðalbær Abacoeyja
(5000 íb.). Hann er á hnénu
á Great Abaco og þriðji stærsti bær á Bahamaeyjum.
Hann er mjög líflegur og við hann er flugvöllur og stór bátahöfn.
Á veturna er mikið flutt út af tómötum og agúrkum frá MH.
Í útjaðri bæjarins er Cottman's Castle, heimili hins þekkta
læknis og rithöfundar.
*Pelican
Cays þjóðgarðurinn
(900 ha) er sunnan Marsh
Harbour. Hann er á aragrúa
smáeyja og klettum í hafinu, sem er mjög ríkt af lífi.
Nokkrir köfunarskólanna í þjóðgarðinum bjóða upp á köfunarleiðangra
um þennan dýrðarheim neðansjávar.
*Eight
Mile Bay
er u.þ.b. 25 km sunnan
Marsh Harbour. Þessi flói,
sem er kunnastur fyrir fagra baðströnd, liggur rétt norðaustan mjög
fallegt þorp, Cherokee Sound.
Sandy
Point
er á suðvesturenda
eyjarinnar. Hann er vaxinn
pálmum og þar er lítill flugvöllur.
Gorda
Cay
liggur
norðvestan eyjarinnar. Þetta
er lítil eyja, sem kafarar og veiðimenn sækja til.
Cross Harbour,
Hole in the Wall.
Þorpið
Cross Harbour stendur við samnefndan flóa austan Sandy Point.
Á syðsta odda eyjarinnar, sem nefndur er Hole in the Wall, er
viti. Lengra til suðvesturs, u.þ.b. 30m undir yfirborði sjávar,
eru margir hellar, sem kafarar heimsækja gjarnan.
Man-O'War-Cay
er norðan Marsh
Harbour, gömul miðstöð bátasmíði á Abocaeyjum.
Þar í grenndinni er flak bandaríska herskipsins Adirondack,
sem Norðurríkjamenn notuðu í borgarastyrjöldinni.
Great
Guana Cay
er löng strönd nokkru
norðar. Þekkt fyrir fegurð
og góða köfunarmöguleika.
*Treasure
Cay. Frá
MH er haldið til norðvesturs um Wild Boar Country (Villisvínaland)
til að komast þangað. Þar er lúxusorlofssvæði með smábátahöfn,
baðströnd, golfvelli fyrir stórkeppnir og flugvelli.
Green
Turtle Cay
er
enn norðar og er aðeins nokkurra km löng eyja.
Þar eru engir vegir og landslagið er hólótt.
Þar bökuðu sig skjaldbökur í sólinni fyrrum.
New
Plymouth
er fallegur lítill,
enskur bær. Í Albert
Lowe's safninu eru verðmætar minjar og falleg skipslíkön.
Cooper's
Town
er 65 km nv MH.
Fallegur bær og upphafsstaður margra skoðunarferða, s.s. til
litlu, fallegu bæjanna Fox Town og Crown Haven á Little Abaco.
Umhverfis hana er fjöldinn allur af klettum og smáeyjum, sem sjóstangaveiðimenn
nota sem mið, líkt og Spanish Cay og Pensacola Cays á norðurströndinni.
*Walker's
Cay
er
nyrzt Bahamaeyja og einstakur staður fyrir sjóstangaveiði.
Þar eru lúxusgististaðir.
Sunnan WC eru eyjarnar Grand Cays. |