San Salvador Bahamaeyjar,


SAN SALVADOR
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flatarmál er 175 km².  Áætlunarflug frá Nassau um George Town (Great Exuma) eða The Bight (Cat Island) til San Salvador.  Ferðir á sjó reglulega frá Nassau um George Town, Stella maris, Port Nelson (Rum Cay), eða Cat Island til cockborn Town á San Salvador.

San Salvador er enn þá paradísareyja mjög austarlega í Bahamaeyjaklasanum.  Eftir Atlantshafssiglinguna kom Kólumbus fyrst að þessari eyju hinn 12. okt. 1492.  Sögurannsóknir frá árinu 1986 benda þó til, að hann hafi fyrst komið við á Samana Cay.

San Salvador er hæðum, vötnum, og skógi prýdd og mesta hæð hennar yfir sjó er 50 m.  Gróður er fjölskrúðugur, margar pálmategundir og blómstrandi jurtir, hvítar sandstrendur og hreinn sjór laða æ fleiri ferðamenn að.

Frumbyggjar eyjarinnar voru guanahani.  Spánverjar áttu þar stutta viðdvöl.  Á 17. öld komu sjóræningjar og víkingar víða að.  Árið 1680 valdi John Watling skipstjóri eyjuna sem griðastað og bar hún nafn hans 'Watling Island' til ársins 1926.  Bandarískir konungssinnar settust þar að á s.hl. 18.aldar og á f.hl. hinnar 19 og hófu baðmullarrækt.  Nokkrar plantekrur standa enn þá.  Árið 1951 byggðu Bandaríkjmenn eldflaugastöð á eyjunni.

Skoðunarverðir staðir
Cockburn Town
er höfuðstaður eyjarinnar á skjólgóðri vesturströndinni.  Yfir hann gnæfir hin katólska kirkja.

*Nýjaheimssafnið geymir margar gripi frá forkólumbískum og síðari tímum og þar er hægt að læra margt um sögu eyjarinnar.

*Fernandezflói er sunnan Cockburn Town. ­ Þar er baðströnd umgirt af strandpálmum og strandvínviði.  Sunnar er Long Bay, þar sem Kólumbus er talinn hafa stigið á land og krossminnismerkið er til tákns um.  Í grenndinni er *Olympic Flame Monument til minningar um Olympíuleikana í Mexíkó árið 1968.

Watlings Castle stendur á Suðvesturhöfða.  Hann er niðurníddur herragarður á miðri gamalli baðmullarplantekru.  Sjóræninginn lét byggja hann.  Í nágrenninu eru athyglisverðir hellar og sérstæðar klettamyndanir.

Franskiflói er á suðurströndinni.  Þar er óskastaður kafara í neðansjávarparadís.  Fyrir suðausturodda eyjarinnar eru stakir klettar í sjó (High-, Middle- og Low Cay og Boat Rock), sem sjást víða að. 

Boðið er upp á köfunarleiðangra undir leiðsögn um neðansjávargljúfur Franskaflóa og Suðvesturhöfða, sem teljast beztu köfunarstaðir Bahamaeyja, einkum vegna margbreytilegra kóralmyndana og tegundafjölda annarra sjávardýra.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM