Flatarmál
1.372 km² og íbúafjöldi u.þ.b. 40.000.
Stjórnsýslusetur er Freeport.
Áætlunarflug
frá Flórída (Miami og Ft. Lauderdale) og New York. Leiguflug frá Atlanta, Tampa, West Palm Beach, Ft.
Lauderdale og Miami til Freeport.
Ferðir á sjó: Skemmtiferðaskip
hafa reglulega viðkomu á leið sinni um Karíbahaf.
Þau koma flest frá Flórída (Miami), Nassau eða San Juan
(Puerto Rico). Reglulegar
ferðir oft í viku frá Nassau og Miami.
Grand Bahama og nærliggjandi eyjar eru í 100 km fjarlægð
frá ströndum Bandaríkjanna. Flórídasund
er á milli. Uppbygging iðnaðar
og ferðaþjónustu hófst ekki fyrr en að lokinni seinni heimsstyrjöldinni
og nú er Grand Bahama í öðru sæti Bahamaeyja hvað efnahag snertir.
Eyjan er u.þ.b. 120 km löng og 25 km breið.
Enskir landnemar litu til hennar sem viðarforðabúrs vegna
furutrjáa, sem þar vaxa. Þar
er fjöldi góðra baðstranda, víðáttumiklir fenjatrjáaskógar,
einkum á norðurströndinni. Hæsti
hluti eyjarinnar liggur 21 m.y.s.
*FREEPORT
/ LUCAYA
stendur
við sjávarmál og þar búa u.þ.b. 35.000 manns.
Borgin er ört vaxandi og er önnur stærst í vestanverðu eyjaríkinu.
Hún stendur á suðurströnd Grand Bahama og var stofnuð að
frumkvæði bandaríska fjármálamannsins Wallace Groves árið 1955.
Hún er mikilvægasta iðnaðarborg Bahamaeyja og blómlegur ferðamannastaður.
*El
Casino
er
eitt stærsta spilavíti í hinum vestræna heimi.
Það stendur við Ranfurly Circus, sem er
helzti ferðamannastaður borgarinnar.
Spilavítið var reist á sjöunda áratugnum í stíl márahallar.
*Alþjóðlegi
basarinn
(md.-ld. 09:00-18:00) er
við hliðina á spilavítinu. Hann
er stórt verzlunarhús með yfir 60 verzlunum og fjölda veitingastaða.
Þar fást ýmsar lúxusvörur á skikkanlegu
verði (elektrónísk tæki, svissnesk úr, frönsk ilmvötn, spænskar
leðurvörur og silfurmunir, kólumbískir eðalsteinar, listmunir frá
Afríku, írsk vefnaðarvara, enskt postulín.
Veitingahúsin, sem kennd eru við ýmis lönd heimsins, framreiða
flest frábæran mat. Strámarkaður,
sem býður innlenda listmuni, er einnig í basarnum.
Bahama
Princess hótelið
er andspænis spilavítinu.
Það býður upp á 1.250 herbergi og er þar með stærsta hótel
Vestur-Indía.
The
Mall
tekur
við af Ranfurly Circus í norðvesturstefnu.
Þar er viðskiptahverfið í Freeport.
Mest ber á nýtízkubyggingum eins og Kiplingbyggingunum, útvarpsturninum
og pósthúsinu.
Alþjóðaflugvöllurinn
var byggður árið
1965.
Lucaya, *Gardens of the Groves.
Lucaya er byggð utan við
Freeport, þar sem er fjöldi bústaða ríks fólks og útivistarsvæði.
Gardens of the Groves (md.-föd. 09:00-17:00) er 4,5 ha stór
hitabeltisgarður, sem skírður var í höfuðið á stofnanda
borgarinnar.
Grand
Bahamasafnið
er í garðinum (md.-föd.
10:00-16:00). Þar er hægt
að skoða mjög athyglisverða muni, sem skýra landnámssögu
eyjarinnar, auk minja frá dögum, indíánanna, frumbyggja hennar.
Einnig er forsögu hinna núverandi þeldökku íbúa gerð skil. Safn Jukanoo-búninga, sem eru af afrískum uppruna, er mjög
lærdómsríkt. Þar er líka
angi af sædýrasafni. Saga
uppbyggingarinnar eftir seinni heimsstyrjöldina er líka rakin í
safninu.
Bell
Channel Bay
er snekkjuhöfnin.
Þar í grenndinni við Lucaya Beach hótelið og spilavítið er
UNEXSO (Underwater Explorers' Society), sem reisti safn um köfun
almennt.
Dolphin
Reef
er
skemmtanasvæði með manngerðu lóni og kóralrifi, þar sem synda
m.a. hákarlar og barrakúda. Einnig
er þar að finna Kóraleyjuleikvanginn og margs konar vatnsleiktæki. Tamdir höfrungar sýna reglulega listir sínar.
Port
Lucaya
er ný og stór
verzlunarmiðstöð og afþreyingarstaður með smábátahöfn í nánd
við Lucaya Beach hótelsins.
Glerbytnur
(dagl. kl. 10:00, 12:00 og 14:00) liggja við bryggju hjá Lucaya Bay hótelið.
Rand
Memorial Nature Centre er
litríkur 40 ha lystigarður, þar sem vaxa margar sjaldgæfar karabískar
plöntur vaxa, og skemmtilegur fuglagarður.
Ferðir um garðinn með leiðsögumanni mánudaga til fimmtudaga
og sunnudaga kl. 10:30, 14:00 og 15:00.
FREEPORT
HARBOUR
Þegar
ekið er frá Ranfurly Circus á West Sunrise Highway til vesturs, verður
fyrir borgarhlutinn Freeport Harbour með iðnaðarsvæðinu Hawksbill
Creek, sem byrjaði að byggjast árið 1955.
Þar er olíuhreinsunar- (1960 og birgðastöð (1958), bandarísk
(US Steel) sementverksmiðja, þýzk rörsteypa (1975; Kloekner),
lyfja-, matvæla- og neyzluvöruverksmiðjur.
Lucaya
þjóðgarðurinn
er
tiltölulega nýr af nálinni.
Þar eru karsthellar, sandöldur og fenjatré.
Frá upphækkuðum palli er gott að virða fyrir sér fuglalífið.
Skoðunarferð
frá Freeport til West End (43 km)
Ekið
er frá Freeport eftir Queen's Highway til vesturs hjá Hawksbill Creek
út á West End Road til
Eight Mile Rock,
20 km frá Freeport.
Bærinn er á ströndinni og er í örum vexti.
Í grennd við bæinn er ilm-vatnsverksmiðja, sem hægt er að fá
að skoða. Lengra meðfram
ströndinni eru tvö falleg þorp, Hanna
Hill og Seagrape. Fjórtán
km lengra er Vatnajurtagarðurinn, þar sem vatnsræktun er stunduð. Níu km lengra er West End (1 m.y.s.; íb. 1.000), sem var stærsta
umskipunarhöfn áfengissmyglara á bannárunum í Bandaríkjunum frá
1917-1933. Þar standa enn
þá rústir hafnarmannvirkja og vöruhúsa smyglaranna.
*Grand Bahama Hotel & Country Club
er heilsubótarstaður,
sem West End er þekktur fyrir. Þar er mjög góður golfvöllur, góð snekkjuhöfn, ráðstefnumiðstöð
fyrir 150 manns, afbragðsströnd og eiginn flugvöllur. Við West End Point er fuglafriðunarsvæði, fallegir baðstrandavogar og skemmtilegt köfunarsvæði með neðansjávarhellum.
Frá
Freeport til Mc Lean's Town (80 km)
er
haldið eftir Queen's Highway í austurátt.
Freeport
Ridge
er landbúnaðarsvæði, þar sem áherzla er lögð á vatnsræktun.
Grand
Lucaya Waterway
er hlykkjótt
vatnaleið langt inn á eyju fyrir snekkjur og sportveiðimenn.
Lucaya Estates er orlofahúsabyggð.
Köfunarferðir
frá Freeport
Treasure
Reef.
Þar fannst milljónafjársjóður
árið 1964.
Zoo
Hole
er neðansjávarhellir
u.þ.b. 8 km vestan Lucaya, þar sem er að finna óvenjulega fjölskrúðugan
gróður og dýralíf.
The
Caves
er fjöldi hella, sem
faldir eru í kóralrifi á sjávarbotni. |