Bahamaeyjar Crooked Island,

Booking.com


CROOKED ISLAND
BAHAMAEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Undir þennan titil falla Crooked Island  og Long Cay.  Heildarflatarmál er 238 km² og íbúafjöldi er u.þ.b. 1.200.  Áætlunarflug frá Nassau til Crooked Island.  Leiguflug eftir þörfum víða að, þ.á.m. frá Flórída.  Bátsferðir frá Nassau, Acklinseyjum og Mayaguana til ýmissa staða á Crooked Island.  Ferjur ganga á milli Crooked Island og Acklins.

Crooked Island og Long Cay mynda norðvesturhluta kóralrifjanna, sem umlykja Acklinslónið.  Eyjarnar eru sunnan mikilvægrar siglingarleiðar til Mið- og Suður-Ameríku, The Crooked Island Passage.   Hafið umhverfis eyjarnar er auðugt af fiski og vinsælt meðal stangaveiðimanna.

Spánverjar fundu eyjarnar en settust ekki að þar.  Þar var einkum aðsetur sjóræningja og strandhöggvara en bandarískir konungssinnar settust að eftir 1783.  Í upphafi 19. aldar voru u.þ.b. 40 baðmullarplantekrur á eyjunum, sem 1.000 þrælar yrktu.  Þegar botninn datt úr baðmullarræktuninni, snéru íbúarnir sér að saltvinnslu.

Á sjöunda áratugnum hófst grundvallaruppbygging ferðaþjónustunnar á báðum eyjunum, enda úr miklu að vinna í þeim efnum.  Megináherzlan hefur verið lögð á norðurhluta Crooked Island og Albert Town, aðalbæ Long Cay.


Skoðunarverðir staðir
Hope Great House
er nauðsynlegur viðkomustaður þeirra, sem vilja kynna sér sögu eyjanna.
French Wells eru á norðuströndinni.  Þar eru rústir virkis frá nýlendutímanum.
Bird Rock Lighthouse (34 m) er á norðurhlutanum.  Í grenndinni er Marine Farm, fyrrum brezkt virki.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM