Flatarmál
285 km² og íbúafjöldi 800.
Áætlunarflug frá Nassau um George Town (Long Island) eða
Crooked Island til Mayaguana.
Leiguflug frá ýmsum stöðum á Flórída og öðrum
Bahamaeyjum.
Ferðir á sjó frá Nassau um Acklins, Crooked Island og Long
Cay til Abraham's Bay á Mayaguana.
Eyjar
liggur 500 km suðaustan Nassau.
Hún er austust Bahamaeyjanna og ein hinna fáu, sem haldið
hefur nafni því, sem indíánarnir gáfu henni.
Hún er skógi vaxin og vel til ræktunar fallin en var ónumin
allt fram til 1912 en þá fór fólk frá nærliggjandi Turkeyjum að
setjast þar að.
Ferðaþjónusta er ekki enn þá komin í gang, þótt nokkuð sé
um, að snekkjur leiti þangað.
Þar eru frábærar strendur og góð fiskimið.
Höfuðstaður eyjarinnar er Abraham's Bay á suðurströndinni.
Á vesturströndinni eru þorpin Pirate's Well og Betsy Bay, þaðan
sem er góð útsýn yfir sundið á milli Mayaguana og Acklins.
Flugvöllurinn tilheyrir bandarískri herstöð. |