Eftirtaldar
eyjar tilheyra Androseyjaklasanum:
Androseyjar, Joulter's Cays, Big Wood Cay, Yellow Cay, Mangrove Cay og Curley Cut Cays.
Heildarflatarmál þeirra er 5.955 km² og íbúafjöldi er u.þ.b.
9.000.
Áætlunarflug
frá Nassau til San Andros, Andros Town, Mangrove Cay og South Andros.
Leiguflug til annarra eyja.
Bátar sigla milli Nassau og Mastic Point, Fresh Creek og
Mangrove Cay.
Andros
liggur 45 km vestan New Providence.
Hún er stærst Bahamaeyja, flöt, vogskorin og þakin vötnum.
Lengd hennar er 170 km og breidd allt að 64 km.
Austurströndin er hólótt með nokkrum góðum baðströndin en
vesturströndin (The Mud) er flatlend og mýrlend og lítt gróðri
vaxin. Inni á eyjunni vaxa
pálmar, furu- og mahónitré, runnagróður og fenjatré mýrum. Í
hafinu umhverfis eru uppeldisstöðvar margra sjávardýra og hún er þekkt
fyrir fjölbreytt og einstakt neðansjávarlíf og á eyjunni eru varpstöðvar
margra fuglategunda. Velútbúnir
kafarar geta skoðað neðansjávarhella og spænsk skipsflök.
Frá Andros er flutt neyzluvatn til mannflestu og þéttbýlustu
eyjarinnar, New Providence (Nassau).
Spánverjar
nefndu eyjuna „La Isla del Espirito Santo”, eyju heilags anda.
Vegna þess, hve óaðgengilegir margir staðir hennar hafa verið
og eru enn þá, hafa sprottið upp um hana ýmsar þjóðsögur um
Chickharnies (álfa með rauð augu, þrjá fingur og þrjár tær) og
Lusca (dreka og margfætt skrímsli).
Indíána af seminolaættbálki flúðu hingað frá Flórída,
þegar Spánverjar ruddust þar fram. Enskir sjóræningjar komu sér líka
fyrir og álitið er að Henry Morgan hafi falið fjársjóð á
eyjunni. Hún fór ekki að
byggjast fyrr en á 19. öld, þegar Englendingar settust að.
Upp úr 1965 var fyrst farið að huga að verulegri uppbyggingu,
landbúnaði og nýtingu skóga. Nýlega var farið í alvöru að huga að ferðaþjónustu.
Barrier
Reef, Tongue of the Ocean.
Fyrir
austurströndinni liggur næststærsta kóralrif heims, 170 km langt,
sem fellur niður í 1.800 m djúpan ál (Tongue of the Ocean) að
austanverðu. Niðri í djúpunum
eru hellar (Blue Holes), sem kunnir eru fyrir litblæinn í þeim.
Nokkrir þeirra eru á 20-30 m dýpi og í sumum þeirra virðast
vera ósaltar lindir og umhverfi þeirra er mjög litskrúðugt.
Norður-Andros
Fresh Creek, Coakley Town, Andros Town.
Ein elzta byggðin á
Andros er Coakley Town, sem stendur við Fresh Creek eins og Andros Town
aðeins sunnar. Þar stofnaði
Dr. Wenner-Gren orlofssvæði.
Twin
Lake Farm
er í grennd við flugvöllinn.
Þar var byrjað að rækta ávexti, grænmeti og krydd.
AUTEC
(Atlantic Undersea
Testing & Evaluation Company) er neðansjávartilraunastöð, sem
stofnuð var 1966. Skammt
þar frá er álverksmiðja Reynoldsfyrirtækisins.
Behring
Point
er lítið sjávarþorp
20 km sunnar.
Love
Hill
er fallegt þorp norðan
Coakley Town á samnefndri hæð.
Staniard
Creek
er
lítið þorp með við fallega strönd.
Í grenndinni er batíkverksmiðja, Androsia Factory.
Kafarar heimsækja gjarnan Small Hope Bay.
Nyrzti
hluti Andros
NADCO
(North Andros
Development Company). Nyrzti
hluti eyjunnar, fyrrum veiðilendur, er nú í uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu,
landbúnað o.fl. Þar er
kominn flugvöllur og hótel.
Mastic
Point
er
hafnarþorp á austurströndinni. Í
grennd við þorpið átti Chamberlain, sem síðar varð forsætisráðherra
Breta, plantekrur, þar sem ræktaður var sísalhampur.
Nicholl's
Town
er 10 km norðar (1.000
íb.). Litríkt fiski- og
landbúnaðarþorp.
Morgans
Bluff
er
bratt klettabelti skammt norðaustar.
Þar á sjóræninginn Henry Morgan að hafa bækistöð sína í
stórum helli.
Joulter's
Cays
eru eyjar fyrir norðurströndinni,
þar sem er vinsælt fuglaveiðisvæði.
San
Andros
er vestan Nicholl's
Town. Þar er uppbygging mjög
mikil og svæðið vaxið furu og þakið vötnum.
Red
Bay Village
á
vesturströndinni er athyglisvert þorp, þar sem íbúarnir lifa enn
þá samkvæmt gömlum hefðum og siðum.
Mið-Andros
Moxey Town.
Miðhluti Andros er
sundur skorinn stranda á milli. Þar
eru góðar veiðilendur fyrir skot- og stangaveiðimenn og skemmtilegt
siglingasvæði. Vatnaleiðirnar um North Bight, Middle Bight og South Bight
til eyjanna Big Wood Cay, Yellow Cay og Mangrove Cay eru skemmtilegar.
Á síðast nefndu eyjunni er Moxey Town, þar sem er að finna
gistiaðstöðu.
Suður-Andros
Congo
Town
er ný ferðanýlenda við
Drigg's Hill. Þar er flugvöllur.
The
Bluffs
er
smáþorp við suðurveginn.
Því næst er komið að Long Bay Cays, þar sem sjóræninginn
Edward Teach (Svartskeggur) liggur grafinn.
Cistern
Point og Curley Cut Cays
eru
falleg landsvæði, sem skammt er til frá Mars Bay, sem er við enda
vegarins í suður. |