Dóminíska
lýðveldið
er þingbundið forsetalýðveldi á austurhluta eyjarinnar
Hispanjóla. Flatarmál
landisins er 48.440 km² (þurrlendi 48.380 km²), íbúafjöldinn 6,8
milljónir (52% í þéttbýli og 48% í strjálbýli), höfuðborgin
Santo Domingo og tungumálin spænska og kreólska.
Flestir íbúanna eru rómversk-katólskir.
Læsi er 70%. Hæsti
tindur er Pico Duarte. Aðalár
eru Isabela, Macoris, Ozama og Soco.
Allir íbúar, eldri en 18 ára, sem eru ekki í hernum eða
lögreglunni, hafa kosningarrétt. Landinu
er skipt í 26 sýslur eða héruð.
Aðalborgir (manntal 1981): Santo
Domingo (1,4m.); Santiago (0,3m.); La Romana (0,1m.); San Pedro de Macoris
(0,08m.); San Francisco de Macoris (0,07m.).
Gjaldmiðill er peso (100 centavos).
Dóminíska
lýðveldið er annað stærsta ríki Karíbasvæðisins á eftir Kúbu.
Hispaníóla er ein Stóru Antilleyja.
Aðliggjandi ríki á vesturhluta eyjarinnar er Haïti (landamæri
275 km), sem nær yfir u.þ.b. einn þriðja hluta eyjarinnar.
Norðan eyjarinnar er Atlantshafið og sunnan hennar Karíbahaf.
Nágranninn í austri er Puerto Rico, 100 km handan Monasunds.
Fjarlægðin til suðurodda Flórída er nálægt 1100 km og til
Punta Gallinas, norðurodda Suður-Ameríku, aðeins 600 km.
Strandlengjan er 1.288 km löng.
KARÍBASVÆÐIÐ |