Karíbahaf St Lucia,
Flag of Saint Lucia

Meira

St LUCIA
.

.

Utanríkisrnt.

lcmap.jpg (19879 bytes)St Lucia er ein af Antilleyjunum (Áveðurseyjum) og er lýðveldi í brezka samveldinu.  Höfuðborgin er Castries.  Flatarmál eyjarinnar er 616 km² og tungumálin eru enska og patois. Alþjóðaflugvöllurinn Hewanorra er á suðurhluta eyjarinnar, 64 km frá Castries.  Flugsamgöngur eru við London, París (um Martinique), Caracas (Venezuela), Antigua, San Juan (Puerto Rico) og Miami (Florida).  Leiguflug eftir hendinni frá Frankfurt/Main og London.  Flug um Karíbasvæðið frá St. Lucia er rekið frá Vigieflugvelli, sem er 3 km norðan Castries.  Skemmtiferðaskip koma óreglulega til hafnar í Castries.

Báðar heimsstyrjaldirnar höfðu mikil áhrif á St. Lucia, þótt eyjan væri fjarri átakasvæðunum.  Skipaferðir urðu strjálli, þannig að mörg aðföng skorti.  Þar sem eyjan var brezk nýlenda, varð að senda hermenn þaðan til að berjast undir samveldisfánanum og Bandaríkjamönnum var veitt leyfi til að byggja flugvöll fyrir flugherinn og hafnaraðstöðu fyrir sjóherinn.  Flugvöllurinn var nefndur Beane Airfield, en þar er nú Hewanorraflugvöllurinn.  Hinn 9. marz 1942 urðu tvö skip í höfninni í Castries fyrir tundurskeytum þýzks kafbáts.


map02.gif (11090 bytes)

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM