Kúba
tilheyrir Stóru-Antilleyjum og er hluti hins svokallaða Áveðurseyjaklasa.
Þar er eitt fárra alþýðulýðveldia, sem eftir eru í
heiminum. Flatarmálið
110.860 km², íbúafjöldinn er að nálgast 12 milljónir, höfuðborgin
er Havana og tungumálið er spænska.
Áætlunar-
og leiguflug frá Köln/Bonn, Frankfurt/Main, Berlin-Schönefeld, Prag,
París, Madrid, Mexíkóborg, Montreol og Toronto (Kanada) til Havanna.
Einnig eru oft leiguflug frá Íslandi, München og Düsseldorf (til Havanna
eða Varadero). Innanlands er
flogið milli Havana og Nueva Gerona (Isla de la Juventud), Varadero,
Camagüey, Holguin og Santiago de Cuba.
Skemmtiferðaskip á ferð um Karíbahaf hafa margra daga dvöl
í Havana. Hægt er að
komast með flutningaskipum frá mörgum evrópskum höfnum (Rostock,
Rotterdam, Antwerpen) til Havana. Sykureyjan
Kúba hefur verið áberandi í heimspólitíkinni síðan Fidel Kastró
komst til valda árið 1959 (1. jan.).
Þessi stærsta Antilleyja (Windwardeyja = Áveðurseyja) er meðal
áhugaverðustu áfangastaða á Karíbasvæðinu
á margan hátt.
Kúba
var síðasta vígi spænsku nýlenduherranna í Ameríku.
Eftir sigur Kastrós varð hún fljótlega sósíalískt alþýðulýðveldi,
lengi vel hið eina í Vesturheimi, e.t.v. vegna vanhugsaðra viðbragða
BNA, þegar Che Guevara, iðnaðarráðherra Kastrós takmarkaði
eignarhald lands á Kúbu (hámark 1000 ekrur á einni hendi).
Fram til ársins 1959 hafði engin önnur Karíbaeyja nánari
tengsl og viðskipti við Bandaríkin en Kúba og Bandaríkjamenn sóttu
meira þangað í sumarleyfum sínum en til annarra Karíbaeyja.
.
|