Santa
Clara er höfðuborg Villa Clarahéraðsins á miðri eyjunni í 200 m hæð
yfir sjó. Hún var stofnuð
árið 1689. Íbúafjöldinn
er 175.000. Þangað kemst
maður með leigubílum (deilibílum) frá Havanna og Varadero.
Borgin er mikilvæg samgöngumiðstöð.
Iðnaður hefur byggzt upp, einkum á meðan hafnbann Bandaríkjanna
var í gildi. Þá varð
til mikilvægur tóbaksiðnaður og vélaverksmiðja.
Háskóli er í borginni og hún var vettvangur bardaga milli liðsmanna
Ernesto „Che” Guevara og herja Batista einræðisherra, sem flýði
þaðan land 1. jan. 1959.
Leonicio
Vidalgarðurinn
er í henni miðri. Hann
var skírður í höfuðið á frelsishetjunni, sem féll þar 1896.
Minnismerki hans er á Vidaltorginu.
Í byltingarsafninu eru munir, sem minna á bardagann
1958.
Carmenkirkjan við Tudurygarðinn var byggð um miðja
18.öld.
Hún er nú þjóðarminnismerki.
Sérstakar
kynnisferðir,
sem byggðar eru á félagslega- og efnahagskerfi landsins, standa til
boða í Santa Clara. Meða
þess, sem er skoðað, eru opinber samyrkjubú og félagslega íbúðakerfið.
Jarðneskar
leifar Che Guevara
voru fluttar til Santa Clara 1995? frá Bólivíu, þar sem hann var
drepinn, og þeim var komið fyrir í vígðri mold þar.
Þar er líka stórt minnismerki um Che.
Umhverfi Santa Clara
Remedios
er 45.000 manna borg, stofnuð snemma á 16.öld, 60 km austan Santa
Clara. Vegna ítrekaðra árása
sjóræningja og víkinga fluttu íbúar hennar sig stöðugt innar í
landið. Núverandi byggingar eru frá 17.öld og síðari tímum en
minna óneitanlega á spænskan nýlendubæ. Tilvera íbúanna byggist
á sykur- og kvikfjárrækt. San
Juan Batistakirkjan er við Martítorgið.
Hún var stofnuð 1570 en hefur oft verið endurbyggð.
Viðarloft hennar og gullskreytt og útskorið altarið.
Alejandro García Caturlasafnið, sem helgað er kúbverskum tónskáldum,
er í næsta nágrenni. Fjöldi
fallegra húsa.
Andrés
del Rio og Calle Maceo
(sögusafnið).
Parrandas-skrúðgöngurnar
fara
fram í júlí ár hvert með ærandi hávaða í öllum götum.
Minerva
og Hanabanillastíflurnar
voru byggðar í fjöllunum við Santa Clara auk ferðamannastaða á bökkum
vatnanna, sem mynduðust.
Los
Caneyes
er ferðamannastaður, sem er vinsæll meðal Kúbverja sjálfra.
Hann er í Villa Clarahéraði og er byggður í stíl indíána. |