Kúba Baracoa Karíbahaf,
Flag of Cuba


BARACOA
KÚBA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Click Picture to enlarge.Baracoa er í Guantánamohéraði í 0-20 m.y.s.  Íbúafjöldinn er 60.000.  Borgin, sem hét áður Puerto Santo, er á norðausturströndinni.  Þessi elzta borg Kúbu er umkringd fögru fjalllendi og er miðstöð kakóræktunar.  Lengi var aðeins hægt að komast til þessarar afskekktu borgar á sjó eða í lofti.  Hún tengdist ekki vegakerfi eyjarinnar fyrr en eftir byltinguna 1959.

Þegar Kólumbus var að kanna norðurströnd Kúbu, dvaldi hann um stund í Puerto Santo.  Diego de Velázquez stofnaði hér fyrstu borgina á Kúbu árið 1512.  Hann varð brátt að hrökklast brott og kom sér fyrir í Santiago á suðurströndinni en Baracoa varð bækistöð sjóræningja og smyglara.  Efnahagsleg þróun borgarinnar var erfið vegna vegleysunnar í fjöllunum og ræktun kakós, kaffis og banana, aðallega í Toadalnum gaf ekki eins mikið af sér og sykurreyrinn annars staðar á eyjunni.

Borgin var oft vettvangur harðra bardaga í sjálfstæðisbaráttunni.  Efnahagsástandið batnaði ekki að sjálfstæði fengnu, þannig að óróinn kraumaði undir niðri.  Framfarir komu í kjölfar byltingarinnar.  Ein aðalástæðnan var lagning La Farolaþjóðvegarins til Guantánamo.


Dómkirkjan (19.öld).  Í henni er hinn þjóðsagnakenndi „kross frá Parra”, sem tignaður er sem helgigripur.  Fyrsta biskupskirkjan í Baracoa var byggð árið 1512 á öðrum stað í borginni.

Fortaleza Matachinevirkið (spænskt; 1802) var byggt til varnar suðurinnganginum í borgina.  Þar er nú skemmtilegt og velbúið héraðssafn.  Varnarvirkið við höfnina, Fortaleza La Punta, byggðu Spánverjar árið 1803.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM