Bayamo Kúba Karíbahaf,
Flag of Cuba


BAYAMO
KÚBA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

CaridadBayamo er höfuðborg Granmahéraðs í 10 m hæð yfir sjó.  Íbúafjöldinn er 170.000.  Hægt er að komast þangað og þaðan með rútum og leigubílum (safnbílum) frá Havana.  Borgin er miðstöð hins mikilvæga landbúnaðarhéraðs á Cantosléttunni, þar sem gríðarmikilir sykurreyrs- og hrísgrjónaakrar og beitlönd fylla landslagsmyndina.  Miðborgin er þjóðarminnismerki vegna margra fallegra, sögulegra húsa.  Bayamo er dæmigerð spænsk nýlenduborg, sem ferðamenn flykkjast til.

Diego de Velázquez stofnaði borgina árið 1513 (næstelzt).  Hún varð strax miðstöð landbúnaðarhéraðsins.  Borgin varð oft fyrir árásum frumbyggjanna, sem voru brotnir á bak aftur eftir margar tilraunir til samninga við þá.  Þegar árið 1528 voru uppi háværar raddir um aukið sjálfstæði í borginni.  Fimm árum síðar gerðu negraþrælar í gullnámunni Jobabo í grennd borgarinnar fyrstu þrælauppreisnina á Kúbu.  Næstu ár varð Bayamo umskipunarstaður fyrir smyglvarning og varð oft fyrir árásum sjóræningja.  Á nítjándu öld höfðu frímúrarareglur mikil áhrif á þróun borgarinnar og sjálfstæðisbaráttan efldist á ný.  Árið 1868 sauð upp úr, þegar Carlos Manuel de Céspedes gaf þrælum sínum frelsi, vopnaði þá og hóf uppreisn gegn Spánverjum.  Frelsisbaráttu íbúa Bayamo er getið í þjóðsöng landsins og hljóðar þannig: „Al combate, Bayameses ...” („Fylkið liði, íbúar Bayamo...”).  Árið 1953 varð skæruliðum nokkuð ágengt en hersveitir Batista brutu þá á bak aftur.

*Parque Céspedes er einn fallegustu staða Kúbu.  Þar eru athyglisverðustu skoðunarstaðir borgarinnar.

Casa Céspedes.  Hús sjálfstæðishetjunnar Carlos Manuel de Céspedes er opið almenningi.

Archivo (skjalasafnið) er fallegt hús í spænskum stíl með fallegum járngrindum fyrir gluggum.

Ayuntamiento er ráðhús borgarinnar, falleg bygging.  Fyrir framan hana stóð Céspedes og lýsti yfir afnámi þrælahalds.

San Salvador, ein elzta kirkja landsins, stendur nálægt ráðhúsinu.  Í henni var þjóðsöngurinn fyrst sunginn á 19.öld.

Umhverfi Bayamo
Manzanillo
er hafnarbær 6 km vestan Bayamo við innanverðan Guacanayaboflóann.  Bærinn var stofnaður á 18.öld.  Hann er mikilvægur fiskibær og útflutningshöfn sykurs.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM