Holguin
er u.þ.b. 175.000 manna höfuðborg Holguinhéraðs í fjalllendi Maniabón á
suðaustanverðri eyjunni. Flugsamgöngur
við Havanna auk vegasambands og járnbrautasamgangna. Höfnin Gibrara er í 30 km fjarlægð. Í Holguin er mikið ræktað af sykurreyr og tóbaki og
nautgripum.
Borgin
var stofnuð á fyrri hluta 16.aldar.
Hún var miðstöð sjálfstæðisbaráttunnar á 19.öld.
Íbúum fjölgaði ört (1959 = 60.000), einkum eftir velheppnaða
iðnvæðingu Kastróstjórnarinnar.
Leður, tóbaks-, timbur- og vefnaðariðnaður veitir fjölda
manns vinnu. Auk þess eru mörg sérhæfð fyrirtæki í borginni, s.s.
malbiksverksmiðja og smíði reyrskurðarvéla.
Playa
Don Lino
er lítil og góð baðströnd í skjóli kóralrifja við
Atlantshafsströndina nærri þeim stað, þar sem Kólumbus steig fyrst
á land á Kúbu árið 1492.
*Guardalavaca
er draumabaðströnd 70 km norðaustan Holguin á Atlantshafsströndinni.
Hún er girt fjölbreyttum hitabeltisgróðri í hæðóttu
landslagi. Kóralrifin meðfram
ströndinni veita gott skjól og góð skilyrði fyrir kafara. Í
grenndinni hafa fundist merkiar minjar um tainoindíánana, frumbyggja
eyjarinnar. |