Kúba Islan de la Juventud Karíbahaf,
Flag of Cuba


ISLA de la JUVENTUD 
Æskueyjan
KÚBA

.

.
Booking.com


Utanríkisrnt.

Þessi eyja tilheyrir héraðinu Municipio.  Flatarmálið er 2.200 km² og íbúafjöldinn 60.000.  Áætlunarflug milli Havana og Nueva Gerona.  Hraðbátar og ferjur sigla frá Batabanó til suðurstrandar aðaleyjarinnar og áfram til Nueva Gerona.

Eyjan, sem hét áður Isla de Pinos (Furueyja), liggur í 100 km fjarlægð frá suðurströnd Kúbu í Batabanóflóa.  Flestum fannst eyjan fremur óvistleg fyrir byltinguna og þangað komu fáir.  Allt fram á sjötta áratuginn var þar fanganýlenda, þar sem Fidel Kastró var haldið í Moncadafangelsinu.

Eftir að Kastró komst til valda voru byggðir 54 skólar á eyjunni og ungmenni skylduð til að stunda þar hluta af námi sínu.  Nú eru þar plantekrur upp á 23.000 ha og mikil ræktun sítrusávaxta (einkum greipaldins).  Um árabil hafa marmara- og kaólínnámur verið nýttar.  Ferðaþjónustunni er að vaxa fiskur um hrygg, því að froskmenn sækja í auknum mæli í kóralrifin umhverfis eyjuna.

Kólumbus fann eyjuna árið 1494 og hún var um tíma vinsæl bækistöð sjóræningja og vík-inga.  Spánverjar notuðu hana snemma sem fangaeyju.  Árið 1925 varð hún kúbversk og Bandaríkjamenn áttu þar talsverðar eignir.

Nueva Gerona, stærsta byggð á eyjunni, er við sjávarmál á norðurströndinni.  Ferjuferðir til og frá Kúbu.  Aðalverzlunargata bæjarins er Calle 41.  Við hana er fjöldi listaverkstæða, s.s. tréskurður og leirvinnsla.  Stjörnuskoðunarstöðin og Náttúrugripasafnið (jarðfræði og fornleifafræði) eru skoðunarverðir staðir.  Nútímaleg uppbygging íbúðarhúsa (Micro '70) á eyjunni er eitt athyglisverðasta framtak af slíkum toga á Kúbu.  Í grennd við borgina er baðstönd með dökkum sandi (Playa Bibijagua).  Þremur km austan Nueva Gerona er Presidiosafnið í fyrrum fangelsi því, sem hýsti eitt sinn Kastró og aðra byltingarmenn á sjötta áratugnum.

El Abra er 16 km sunnan Nueva Gerona.  Þar héldu Spánverjar hinni ungu sjálfstæðishetju, José Martí, fanginni.

La Fé er byggð 16 km sunnan Nueva Gerona, sem bandarískir innflytjendur stofnuðu.  Þar eru nokkur velvarðveitt plantekruhús.  Þægilegt loftslag og ölkeldur gerðu þennan stað að vinsælum dvalarstað.

*Punta del Este og ágæt baðströndin við höfðann eru 60 km suðaustan Nueva Gerona.  Þar í grennd eru kalkhellar með steinristum indíánanna (Cueva de Punta del Este og Cueva de Caleta Grande; eftirlíkingar þeirra er að finna í náttúrugripasafninu í Havanna).

Punta Francés teygir sig eins og fingur suðvestur úr eyjunni.  Þaðan halda froskmenn gjarnan á vit ævintýranna neðansjávar. 

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM