Cienfuegos,
oft nefnd „borg hinna hundrað elda”, er höfuðborg í samnefndu héraði
í 5 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn
er 160.000.
Um
höfnina fer mesti sykurútflutningur heims.
Borgin er við suðurjaðar Las Villassléttunnar og er ein
veigamesta viðskiptaborg landsins.
Náttúruleg höfnin og frjósamt landið umhverfis hefur verið
borginni til mikils framdráttar.
Cienfuegos er orðin ein mesta iðnaðar- og verzlunarborg landsins með
góðri útflutningshöfn, olíuhreinsunarstöð, áburðarverksmiðju og
kjarnorkuveri, sem var ekki fullbyggt vegna fjárskorts eftir að
Sovétríkin hættu stuðningi við Kúbu.
Svæðið,
sem borgin er á var numið á 16. öld og virki var byggt þar á 18.
öld. Samtímis var fyrsta
sykurmyllan byggð. Í lok
18.aldar var lagt fram skipulag um frekari vöxt borgarinnar.
Höfnin var gerð 1804 og nokkrum árum síðar var skipulagsáætlunum
fransks innflytjanda og borgarskipuleggjanda frá Louisiana hrint í
framkvæmd. Borgarskipulagið er byggt á ferhyrningslögun.
*Martígarðurinn
(aðaltorgið). Þar er stórt
minnismerki frá 1902, helgað stofnun lýðveldis.
Í grenndinni er dómkirkjan
og Primer Palacio (nú Pocer Popular), tvær byggingar frá 19.öld.
Tvær aðrar athyglisverðar byggingar eru Club Jesús Menédez
og Terryleikhúsið (byggt 1895; endurnýjað 1965), sem er hið
fegursta sinnar tegundar á Kúbu.
Punta Cordahöfði. Frá miðborginni liggur gatan Allee Calle þangað.
Falleg einbýlishús og garðar bera enn þá vott um auðmennina,
sem buggu þar.
Vallehöllin
var byggð 1917 í márískum stíl í næsta nágrenni við Hótel
Jagua. Þar er nú safn.
Jaguavirkið. Stórt og mikið virki við höfnina frá 19.öld.
Þar var oft barizt hart.
Umhverfi
Cienfuegos
*Playa
Rancho Luna er góð ferðamannaströnd 20 km sunnan borgarinnar.
*Soledad
grasagarðurinn
er 35 km suðaustan borgarinnar. Hann
er 35 ha og er á landi fyrrum sykurplantekru.
Þar er að finna rúmlega 2000 tegundir hitabeltis- og annarra
plantna auk 46 af 60 pálmategunum Kúbu.
Bahia de Cochinos (Svínaflói)
er 100 km vestan borgarinnar. Þar
mistókst kúbverskum útlögumog CIA innrás á Kúbu árið 1961.
Í bænum Playa Girón er safn.
Playa Larga er nýuppbyggt baðstrandarsvæði við Svínaflóa.
*Zapataskaginn,
vestan
Svínaflóa, er eins og skór í laginu.
Hann er þjóðgarður, vaxinn þéttum fenjaskógi og heimkynni
mikils fjölda fuglategunda (sérstakar skoðunarferðir) og nokkurra krókódíla.
Þar eru krókódílar einnig ræktaðir og skinnin unnin og
seld. Þjóðgarðurinn er
mikilvægasta dýraverndarsvæði Kúbu.
Fenjasvæðin, sem skutu mönnum fyrrum skelk í bringu vegna krókódílanna,
eru nú uppáhaldssvæði kólíbrífugla, mjaldra og stórmynntra
aborra. Í Guamá er boðin
gisting í stráþöktum húsum við fallegt vatn.
Aðeins sunnar er Playa Giron, þar sem Svínaflóainnrásin
fór út um þúfur. Saga
hennar er sögð og sýnd í
smáatriðum í safni bæjarins. Igret
er hvít, smávaxin hegrategund. Langi
fólki að virða fyrir sér leifar kalda stríðsins, er upplagt að
fara með leiðsögumanni í gegnum varðhlið Kúbverja inn á
einskismannslandið milli kúbversku varðstöðvanna og herstöðvar
Bandaríkjamanna í Guantánamo. Þar
er stanzað á góðum útsýnisstað, þaðan sem sést vel yfir herstöðina. Neðan við útsýnisstaðinn er mýgrútur jarðsprengna og
verðir á báða bóga gráir fyrir járnum.
Það er ekki ráðlegt að ráfa þarna um á eigin spýtur!
*Guamá.
Í
næsta nágrenni bæjarins er mjög athyglisvert safnþorp á Zapata-skaganum á svokallaðri
Indíánaeyju í lóninu
Laguna del Tesoro (Fjársjóðsvatn).
Þetta fenjasvæði er í Mantanzashéraði, sem er hið stærsta
á Kúbu (Varadero er í sama héraði).
Það var opnað árið 1962.
Þetta er eftirmynd af tainoþorpi með staurakofum og hengibrúm.
Í tengslum við þorpið er ferðaþjónusta og gistiaðstaða,
sem margt nýgift fólk eyðir hveitibrauðsdögunum.
Sigling út í eyjuna tekur u.þ.b. 25 mín.
Í
dagsferðum frá Varadero er snæddur hádegisverður í öðrum tveggja
veitingastaða La Boca eftir heimsókn og helgiathöfn (hjónavígsla að
indíánasið) á Indíánaeyju. Eftir
hádegisverðinn er gengið inn í skemmtigarð, þar sem sýndir eru
litlir krókódílar og fólk fær að halda á þeim til myndatöku.
Inni á stóru velafgirtu svæði eru síðan fullvaxnir krókódílar.
Við griðinguna er veitingastaður, þar sem setzt er niður til
að njóta veitinga, horfa á skemmtiatriði og taka þátt í þeim.
Einnig eru gestir beðnir um að hjálpa hljómsveitinni við söng
og hljóðfæraslátt.
Landkönnuðurinn
Velasqes skráði siði og venjur taino-indíánanna og varðveitti þar
með suma af fáum þáttum, sem kunnir eru um þennan útdauða ættbálk.
Fellibylur, sem gekk yfir Kúbu fyrri hluta árs 1996 olli miklu
tjóni á þessu svæði og viðgerðum var ekki lokið að fullu í nóvember
1996. Akstur frá Varadero
til bátalægisins við Fjársjóðsvatn tekur u.þ.b. 2 klst. Á leiðinni er upplagt að stanza um stund í bænum Cárdenas
til að kynnast íbúunum, húsakosti, hestvögnunum, reiðhjólunum og
gömlu bílunum. Bærinn er
kallaður hestvagna- og reiðhjólabærinn.
Á
leiðinni bera sísal-, hrísgrjóna- og sykurreyrsakra og sítruslundi
fyrir augu. Einnig nokkur
kjúklingabú, heimavistarskóla, sykurverksmiðjur o.fl.
Nemendur heimavistarskólanna vinna úti á ökrunum síðdegis
hvern dag eftir að skóla lýkur. |