Kúba Canarreos eyjar Karíbahaf,
Flag of Cuba


CANARREOS-EYJAKLASINN - CAYO LARGO
KÚBA

.

.
Booking.com


Utanríkisrnt.

cruisecuba0021.jpgÓreglulegar flugferðir frá Havana og Varadero til Cayo Largo.  Einnig óreglulegar bátsferðir frá Nueva Gerona (Isla de la Juventud) og öðrum höfnum á suðurströndinni til Cayo Largo. Full ástæða er til að vara ferðamenn á eigin bátum við hættulegum straumum á ýmsum stöðum.

Canarreoseyjar liggja í breiðum boga á milli Zapataskagans og Æskueyjarinnar.  Þetta eru smáeyjar og kóralrif, paradís þeirra, sem vilja njóta fegurðarinnar undir yfirborði sjávar.  Fjöldi fiska á þessu svæði er sérstaklega mikill.

**Cayo Largo er stærsta eyjan, 25 km löng og 3 km breið.  Þar eru baðstrendurnar skjannahvítar.  Kanadamenn, Frakkar og Þjóðverjar hafa stutt uppbyggingu ferðaþjónustunnar þar fjárhagslega.  Flugvöllur hefur verið gerður og gistirými byggt (opnað  1985) við Balanetos-ströndina auk alls konar afþreyingarmöguleika, köfunar og sportveiði.  Umhverfis eyjuna eru kórallagarðar neðansjávar og fjöldi skipsflaka á sjávarbotni.  Cayo Largo er tollfrjálst svæði og engar hömlur eru gegn því að fólk komi í einkaflugvélum eða á eigin bátum til eyjarinnar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM