KÚBA
MEIRA

Map of Cuba

Kúba meira Karíbahaf,
Flag of Cuba

KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIR og KABARETTAR

ERNESTO ”CHE„ GUEVARA

FULGENCIO BATISTA

FIDEL KASTRÓ

DU PONT FJÖLSKYLDAN

ERNEST HEMINGWAY

SAGAN 1 SAGAN 2 SAMGÖNGUR ATVINNULÍFIÐ
ALMENNUR FRÓÐLEIKUR HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR BYGGÐIR LANDSINS KÚBUTÓNLIST

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sem fyrr mætir fagurt landslag augum ferðamanna á eyjunni.  Góðar baðstrendur og fagrar kórallamyndanir og sjaldgæfar plöntur og dýr eru enn þá á sínum stað.  Ferðamenn geta líka notið ríkulegs menningararfs, fornminja frá dögum frumbyggjanna, mannvirkja frá nýlendutímanum eða listar nútímans.  Þrátt fyrir efnahagsþrengingar, sem koma m.a. fram í skömmtun matvæla og eldsneytis, er lögð áherzla á að opna eyjuna fyrir ferðamönnum.

Á hinum svokallaða lýðveldistíma (1902-1959) var ólæsi mikið á Kúbu.  Nú eru 96% landsmanna læs og menntun góð.  Hæsta fjall landsins er Pico Turquino. Stærsta á landsins er Cauto. Æðsti maður landsins er forsetinn.  Kosningaaldur er 16 ár.  Landið skiptist í 14 héruð og 1 sjálfstæða borg (Havana). Aðalframleiðsluvörur eru nikkel, járn, járngrýti, kopar, sykur, matvæli, vefnaðarvörur, sement, vindlar o.fl.  Undirstöður landbúnaðarins eru sykurreyr, tóbak, sítrusávextir, hrísgrjón, kaffi, suðrænir ávextir, grænmeti, svín, hross, sauðfé, geitur, nautgripir o.þ.h.

Dagana 23.-24. október 2005 fór fellibylurinn Wilma yfir Kúbu og olli miklu tjóni, m.a. talsveraðum flóðum í Havana.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM