kúba fulgencio batista,
Flag of Cuba


FULGENCIO BATISTA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Batista var óbreyttur hermaður, sem varð einræðisherra Kúbu.  Hann var tvisvar við völd, 1933-1944 og 1951-1959.  Fídel Kastró og skæruliðarhreyfing hans veltu honum úr sessi 1959.  Hann flúði til Dóminíska lýðveldisins, þar sem hann stóð við í tvo daga, þar sem hann fékk ekki landvistarleyfi.

Y Zaldivar Fulgencio Batista fæddist í Banes, Kúbu, 16. janúar 1901, sonur fátækra smábændahjóna.  Hann gekk í herinn 1921 sem hraðritari og varð liðþjálfi.  Honum tókst að ná miklu persónulegu fylgi innan hersins og skipulagði „liðþjálfauppreisnina”, sem olli falli bráðabirgðastjórnarinnar.  Hann naut stuðnings hersins, opinberra embættismanna og verkalýðshreyfingar við forsetakosningarnar 1940.  Hann myndaði sterka og dugmikla ríkisstjórn, efldi og jók menntakerfið, kom á félagslegri þjónustu og vann að efnahagsbata.  Samkvæmt lögum landsins mátti hann ekki bjóða sig fram aftur að fjórum árum liðnum og fluttist því sjálfviljugur úr landi næstu fjögur árin.

Á þessum fjórum árum ríkti spillt ríkisstjórn, sem gerði Batista auðveldara fyrir að komast aftur til valda.  Þá fengu landsmenn að sjá aðra hlið á honum en áður.  Hann var miskunnarlaus einræðisherra, sem lét fangelsa og lífláta andstæðinga sína, ritskoðaði fjölmiðla, notaði skæruliðaaðferðir og rakaði að sér fé.  Hann flúði til Dóminíska lýðveldisins 1. jan. 1959 og síðar settist hann að í Portúgal til frambúðar.  Hann dó í Guadalmina á Spáni 6. ágúst 1973.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM