Ernest
Hemingway (1898-1961) rithöfundar er helzt minnst fyrir gagnorđan og
beinskeyttan rithátt.
Hann er líka ţekktur fyrir ađ hafa lifađ svipuđu lífi og ađalpersónur
verka hans, sem etja henni gegn náttúrunni í hlutverkum sínum, s.s.
í uppáhaldsíţróttum Hemingways, villidýraveiđum, fiskveiđum og
nautaati.
Í öđrum verkum hans eru frásagnir frá stríđstímum.
Vinsćldir hans sem rithöfundur stafa líklega ađ mestu
leyti af ţví,
ađ hann skrifađi um mál, sem hann gagnţekkti af eigin reynslu og
voru honum mjög hugstćđ.
Hann
fćddist 21. júlí 1898 í úthverfi Chicago, Oak Park, Illinois.
Fađir hans var lćknir.
Eftir ađ hafa lokiđ menntaskóla fékk hann vinnu sem blađamađur
viđ Kansas City Star.
Í síđari heimsstyrjöldinni reyndi hann ađ fá sig skráđan
í herinn en var hafnađ vegna gamals augnsárs.
Hann bauđ sig fram sem sjálfbođaliđi í sjúkrabílaakstri viđ
ítölsku víglínuna og sćrđist alvarlega áriđ 1918.
Eftir styrjöldina settist hann ađ í París, ţar sem hann
byrjađi ađ skrifa skáldverk.
Hann lét skáldiđ Ezra Pond og rithöfundinn Gertrude Stein
lesa verk sín yfir til ađ gagnrýna ţau.
Eitt
margra verka hans, sögusafn, sem hann kallađi „Á okkar tímum” og
var gefiđ út 1925, seldist illa.
Skáldverk hans „Sólin kemur líka upp”, sem kom út ári síđar,
kom nafni hans á framfćri.
Ţessi skáldsaga segir frá lífi ungs fólks í París eftirstríđsáranna
og leit ţess ađ lífsgildunum í heimi, sem hefur á margan hátt tapađ
gildi sínu.
Bókin
„Vopnin kvödd” (1929) fjallar um styrjöldina á ítölsku víglínunni.
Ţar segir Hemingway ástarsögu, sem er krydduđ međ glćsilega
skrifuđum fréttaskeytum um orrustur og bardaga.
Spćnska borgarastyrjöldin fćddi af sér bćkurnar „Ađ eiga
og eiga ekki” (1937) og „Hverjum klukkan slćr” (1940).
Ţar kemur fram áhugi Hemingways á félagslegum vandamálum,
hvađ skýrast í hinni síđari.
Í bókinni „Yfir ána og inn í skóginn” lýsir hann lífi
liđsforingja í hernum og dauđa hans, ţegar hann er í fríi.
Ţetta skáldverk er venjulega álitiđ lakara en „Gamli mađurinn
og hafiđ” (1952), sem vann Pulitzerverđlaunin 1953.
Hemingway fékk Nóbelsverđlaunin fyrir bókmenntir áriđ 1954,
ári á undan Halldóri Laxness.
Hemingway
var stríđsfréttaritari á Spáni, Kína og Evrópu í síđari
heimsstyrjöldinni.
Hann kvćntist fjórum sinnum og átti ţrjá syni og tvćr dćtur.
Opinberlega er sagt, ađ hann hafi ţjáđst af kvíđa og ţunglyndi
um tíma áđur en hann er sagđur hafa svipt sig lífi međ ţví ađ
skjóta sig í höfuđiđ međ skammbyssu.
Margir velta ţví fyrir sér, hvort bandaríska leyniţjónustan
hafi komiđ ţar nćrri, ţví ađ hann hafđi dvaliđ langdvölum á Kúbu
og elskađi land og lýđ.
Hann
flutti frá Kúbu byltingaráriđ 1959 og er sagđur hafa framiđ sjálfsmorđ
tveimur árum síđar.
Fyrirmynd
ađalpersónu bókarinnar „Gamli mađurinn og hafiđ”, Gregorio
Fuentes, dó 104 ára í ţorpinu Cojimar 13. janúar 2002.
Hann var skipstjóri á einkabáti Hemingways, Pilar, á fjórđa
áratugi 20. aldar á međan rithöfundurinn dvaldi á Kúbu.
Vinátta ţeirra var mikil og ţeir fóru oft saman í veiđiferđir.
Hann fór aldrei aftur á sjó eftir ađ Hemingway fór frá Kúbu og
gaf ríkinu bátinn. Gamli mađurinn var orđinn ađ ađdráttarafli
fyrir ferđamenn í ţorpinu og fréttamenn vissu ađ ţeir fengju viđtal
fyrir eina flösku af rommi. Karlinn
var skýr í kollinum til hinztu stundar en hulstriđ var fariđ ađ láta
á sjá. Bókin kom út áriđ 1952 og greiddi leiđ rithöfunarins ađ
Nóbelsverđlaununum áriđ 1954, árinu áđur en Halldór Kiljan
Laxnes fékk ţau. Gregorio
gamli ađhylltist alltaf kenninguna um ađ Hemingway hafi veriđ myrtur
og ţá helzt, ađ CIA hefđi átt ţar hlut ađ máli. |