Che
Guevara lék stórt hlutverk í kúbversku byltingunni síđla á sjötta
áratugnum. Á fyrstu árum
ríkisstjórnar Kastrós lagđi Che mikilvćg lóđ á vogarskálar
efnahagsumbóta í landinu. Samt
er hans mest minnst fyrir stuđning hans viđ blóđugar byltingar í
heiminum.
Hann
fćddist í Rosario, Argentínu, 14. júní 1928.
Hann bar af öđrum nemendum í skóla og var frábćr íţróttamađur.
Hann fór snemma ađ hneygjast til sósíalisma og las
mikiđ um hann. Strax og
hann lauk lćknisfrćđinámi í háskólanum í Buenos Aires áriđ
1953 fór hann úr landi til ađ komast hjá herskyldu í her einrćđisherrans
Juans Peróns. Hann ferđađist
um Latnesku-Ameríku og sá međ eigin augum efnahagsvandamál ríkjanna
og fátćktina sem ríkti alls stađar.
Hann var í Guatemala áriđ 1954, ţegar kosinni stjórn
landsins var velt úr sessi međ stuđningi CIA.
Ţađan fór hann til Mexíkó, ţar sem hann hitti Fídel Kastró
og bróđur hans.
Nćstu
árin tók hann ţátt í byltingunni, sem loks tókst áriđ 1959 og
hann gegndi ýmsum embćttum í nýju ríkisstjórninni í fimm ár.
Í apríl 1965 hvarf hann sjónum heimsins í u.ţ.b. 2 ár.
Líklega kom hann viđ í Norđur-Víetnam, Latnesku-Ameríku og
Kongó, ţar sem hann ađstođađi viđ skipulagningu skćruhernađar í
borgarastyrjöldunum. Síđla
árs 1966 birtist hann í Bólivíu til ađ stofna her skćruliđa.
Hinn 8. oktober 1967 umkringdi bólivíski herinn hann og liđ
hans. Hann var handtekinn
og drepinn. Skćruliđar um
allan heim lofsungu hann sem píslarvott og hetju. Bók hans „Skćruhernađur” var gefinn út 1961 og var álitin
kennslubók í stjórnarbyltingum.
Jarđneskar leifar, sem taldar eru hans, voru grafnar upp í Bólivíu
og sendar til Kúbu, ţar sem ţeim var komiđ fyrir í grafhýsi međ
minnismerki í borginni Santa Clara. |