Kúba Fidel Castro,
Flag of Cuba


FIDEL CASTRO
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Image of today's
outrageKastró fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurrekrunum, þegar hann var drengur, og sótti skóla til jesúíta og Belénframhaldsskólann í  Havana.  Hann hóf háskólanám 1945.  Árið 1947 átti hann dálítinn þátt í tilraun til að velta Trujillo-einræðisstjórninni í Dóminíska lýðveldinu.  Hann slapp með heila há og tók aftur til við lögnám í háskólanum.  Hann lauk því árið 1950.  Árið 1948 kvæntist hann Mirta Díaz Balart.  Þau eignuðust einn son, Fídel.  Mirta skildi við Kastró árið 1955.

Kastro hóf störf sem lögfræðingur í Havana og gerðist verjandi hinna fátæku og fólks, sem hafði komizt upp á kant við stjórnkerfið.  Árið 1952 bauð hann sig fram til kúbverska þingsins en Batista, einræðisherra, aflýsti kosningunum.

Kastró og bróðir hans, Raúl, voru sannfærðir um, að tími væri kominn til að láta sverfa til stáls gegn stjórninni og notuðu eigið fé til að kaupa vopn fyrir 150 manna herlið.  Hinn 26. júlí 1953 gerðu þeir vonlausa árás á Moncadaherstöðina í Santiago de Cuba.  Kastróbræður voru fangelsaðir.  Nafn hreyfingar Kastrós varð til í þessari byltingu, „26. júlí hreyfingin”.  Endurbætt útgáfa af varnarræðu Kastrós í réttarhöldunum, sem fylgdu handtöku bræðranna, varð að aðalslagorðum byltingarmanna á sjötta áratugnum.  Þessi pistill, sem innifelur kröfu um stjórnmálalegt og borgaralegt frelsi, endar með orðunum:  „Sagan mun fyrirgefa mér”.

Árum saman var hinn skeggjaði og felulitaklæddi Kastró tákn stjórnmálabyltingarinnar í Vesturheimi.  Hann varð forsætisráðherra og síðar einvaldur Kúbu og stendur einn uppi leiðtoga í Vesturheimi, sem lofar og prísar kommúnismann enn þá.

Kastróbræður voru látnir lausir árið 1955.  Þeir voru landflótta í New York og Mexíkó, þegar þeir endurskipulögðu hreyfinguna.  Árið 1956 komu þeir til Orientehéraðs með 80 manna lið.  Það var strax ráðist á þá og flestir þeirra drepnir.  Þeir, sem komust lífs af, þ.m.t. Kastróbræður, sluppu til fjalla.  Næstu tvö árin stunduðu þeir skæruhernað.  Batista flúði frá Kúbu 1. janúar 1959 og Kastróherinn lagði Havana undir sig.

Kastró forsætisráðherra gaf strax út yfirlýsingu um, að Kúba yrði aldrei einræðisríki aftur.  Það kom fljótt í ljós, að stjórn hans var ekkert annað en kommúnísk einræðisstjórn.  Hann lét taka óvini sína af lífi og fyllti öll fangelsi fólki, sem hann grunaði um óhollustu.  Hann þjóðnýtti allar eignir bandarískra borgara.  BNA rufu stjórnmálasamband við Kúbu 3. jan. 1961.  Í apríl sama ár gerðu útlægir Kúbverjar, búsettir í BNA, andstæðingar Kastrós, tilraun til innrásar frá Flórída en fóru miklar hrakfarir í Svínaflóa.

Haustið 1962 upphófst eldflaugamálið víðfræga, þegar Rússar reyndu að koma fyrir lang-drægum eldflaugum og sprengiflugvélum á Kúbu.  Á meðan á stympingum stóð milli Kennedys og Khruchcevs var aldrei haft beint samband við Kastró.  Eftir að Khruchcev féllst á að fjalægja vopnin, neitaði Kastró eftirlitsmönnum að koma til Kúbu.  Kastró lét 1.113 herfanga úr Svínaflóaárásinni lausa í desember 1962 í skiptum fyrir bandaríska matvöru og lyf.  Hann leyfði þúsundum Kúbverja að flytjast til BNA á miðjum sjöunda áratugnum, í lok hins áttunda og upphafi hins níunda.

Kastró sendi herlið og ráðgjafa til Angóla, þegar frelsisstríðið þar stóð yfir, og árið 1980 studdi hann skæruliða í El Salvador og lið sandinista í Nigaragúa.

Karlinn virðist enn þá vera allhress (2005) og engu hafa gleymt eins og sjá má og heyra í hinum fáu sjónvarpsviðtölum við vestrænar sjónvarpsstöðvar.  Hann heldur enn þá margra klukkustundalangar ræður og lætur engin tækifæri fram hjá sér fara til að koma fram opinberlega, einkum í sjónvarpi Kúbu, og flækist oft og víða um Mið- og Suður-Ameríku.  Eftir langvarandi veikindi 2007 bar lítið á honum í fjölmiðlum og aðeins sást til hans í ágúst 2009.

Árið 2005 datt hann á hausinn eftir ræðuhöld.  Hann hefur ekki notað hægri handlegginn síðan til að leggja áherzlu á orð sín.  Núna gerir hann það með vísifingri vinstri handar.  Merki um fallið sjást einnig í andliti hans.  Hann hætti líka að reykja vindla að læknisráði en afréð nýlega að byrja aftur (2005).  Sérfræðingar CIA komust að þeirri niðurstöðu í nóvember 2005, að hann væri líklega með parkinsonsveiki.

Árið 2006 varð hann alvarlega veikur og lá á spítala óslitið fram til þess tíma, sem þetta er skrifað í janúar 2007.  Raúl, bróðir hans, hefur haldið í stjórnartaumana síðan.  Raúl tók forlega við forsetaembættinu í ársbyrjun 2008.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM