Rúmba
er samkvæmisdans í
4/4 takti, sem er upprunninn frá Kúbu í núverandi mynd en er að
grunni til afrísk (helgidans). Einkennandi
er bland ótónaðra og tónaðra hljóða, mismunandi hrynjandi og hægar
og hraðar hreyfingar. Dansinn
náði vinsældum í New York snemma á 20.öldinni og eftir 1928 var
hann orðinn útbreiddur í öllum Bandaríkjunum og stórborgum Evrópu.
Samt var rúmban, sem tekinn var upp erlendis ekki hin eina
sanna, því að hrynjandin var ekki eins kröftug.
Einfaldar og ímyndunarsnauðar útsetningar með meiri áherzlu
á hljómfallið en hrynjandina komu í staðinn.
Hljómsveitastjórar höfðu samt yfir að ráða hljómsveitum
með öllum nauðsynlegum hljóðfærum. Tónlistin var aðlöguð þeim smekk, sem flytjendur álitu
að félli fólki vel og seldist vel.
Jafnvel kúbverskir tónlistarmenn féllu í þessa gildru.
Loksins varð rúmban fyrir áhrifum djassins, sem leiddi af sér
ýmsar útgáfur, s.s. rumba fox, conga fox eða rumba musulmana, sem urðu
vinsælar. Í upprunalegri
rúmbu snertast dansfélagarnir ekki en hreyfa sig í samræmi við söng
og undirleik takthljóðfæra. Útsetjarar
fjórða og fimmta áratugarins bættu alls konar blásturshljóðfærum
við (trompetum, básúnum og saxófónum) og þannig hefur rúmban verið
síðan. Samt sem áður
eru hin einu og sönnu rúmbuhljóðfæri 'maracas', sem betur eru þekkt
undir nafninu rúmbuhringlur.
Mambó
varð til upp úr rúmbunni og varð hluti af afrókúbverskum djassi,
sem varð mjög vinsæll í tengslum við Be-Bop.
Salsa.
Það er ekki auðvelt að skilgreina salsa. Hver þróaði þessa
tónlist og þennan dans? Voru það Kúbverjar eða Puerto-Rikar?
Salsa er blanda margra latnesk-amerískra og afrískra dansa.
Salsa líkist mambó. Báðir dansar byggjast á sex skrefum, sem eru
dönsuð við átta takta tónlist. Hreyfingar eru svipaðar með báðum
dönslum, en salsa byggist meira á snúningi og tilfinningu, þannig að
dansarnir eru ólíkir að sjá. Mambó byggist aðallega á hreyfingum
aftur á bak og áfram en salsa meira á hliðarsporum.
Cha
Cha Cha
er líka afsprengi rúmbunnar í gegnum mambo, þótt tónlistin sé
ekki flokkuð sem þjóðleg kúversk.
Hún er nýsköpun, sem byggð er á kúbverskri tónlist og
felld að smekk „snobbaðrar" hvítrar yfirstéttar á Kúbu.
Tangó
er samkvæmisdans eins og við þekkjum hann nú og er eiginlega
upprunninn í Argen-tínu með kólumbískum áhrifum.
Afrísk áhrif dansins tangana eru merkjanleg.
Hvítt fólk fannst tangó klúr og dónalegur eins og sumum
finnst enn þá um ýmsa afríska þjóðdansa.
Tangóinn þróaðist upp úr habanera, spænsk-kúbverskum
dansi, sem er í 2/4 takti. Hann
barst til Evrópu um Spán og komst inn í sígilda tónlist (Bizet,
Saint-saens, Ravel o.fl).
Sones. Auk
rúmbunnar er 'son montuno' hreinræktuð kúbversk þjóðlagatónlist, sem varð til
úr blöndun afrískrar og spænskrar tónlistar á 18.öld.
Konga
er orðin til úr dansi þrælanna, sem dönsuðu hana í hlekkjunum til
að gleyma eymd sinni. Stutt
spor þessa dans skýrast af því, að hlekkirnir takmörkuðu
hreyfingarnar.
Zapateo
er dans af spænskum uppruna. Yfir
honum er hálfgerður hæðnisblær og merkja má áhrif frá menúett.
Danzón
er einn vinsælasti kúbverski dansinn.
Hann byggist á mislöngum hléum, sem gerð eru með leynilegum
bendingum. Bandaríska tónskáldið
Aaron Copland nýtti sér danzóntaktinn í verki sínu Danzón Cubano. George Gershwin og Leonard Bernstein komu kúbverskri tónlist
fyrir í nokkrum verka sinna.
Auk
framangreindra dansa er til urmull annarra á Kúbu
(bolero). Flestir eru afrískir og oftast erfitt eða ómögulegt fyrir
Evrópubúa að komast til botns í þeim.
Þeim er sameiginleg kröftug hrynjandi og notkun ásláttar- og
hljómfallshljóðfæra.
Nokkrir helztu flytjendur kúbverskrar
tónlistar voru Celia
Cruz, Beny Moré, Arsenio Rodríguez, Omara
Portuondo og Ibrahim Ferrer. |