Kúba byggðir landsins Karíbahaf,
Flag of Cuba


KÚBA
BYGGÐIR LANDSINS

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Borgir byggðust snemma á Kúbu á dögum nýlenduveldis Spánverja.  Þessi þróun hefur haldið áfram.  Þegar Kastró tók við, voru hreysin í fátækrahverfunum rifin og fjarlægð og fjölbýlishús reist.  Beztu dæmin um þessa hreinsun eru Alamar og Habana del Este.

Á landsbyggðinni hafa myndast þéttbýliskjarnar fyrir tilstilli stjórnvalda.  Tveir hinna athyglisverðustu eru La Ya Ya í Villa Clara-héraði, sem byggðist í tengslum við samyrkjubú, og Las Terrazas, sem byggðist í tengslum við skógræktarátak á vesturhluta eyjarinnar.

Eitt af sérkennum Kúbu kemur fram í sambýlishúsum, sem allt að 30 manns koma sér saman um að reisa í samráði við verkfræðinga og iðnaðarmenn.  Flest eru þetta einingahús og í þeim öllum er einni íbúð haldið lausri fyrir innflytjendur frá Latnesku-Ameríku eftir að byggingu er lokið.


Byggingarstíll.  Kúbverski byggingarstíllinn er athyglisverður vegna þess, hve mikið honum svipar til nýlendustílsins.  Hluti af honum eru litríkar rúður í tré- eða málmkörmum ('vitrales'), sem komu fyrst fram á sjónarsviðið í lok 18.aldar.  Gluggagrindur úr smíðajárni ('rejas') á eldri húsunum setja fallegan svip á þau (í upphafi voru þær úr tré).  Aðalinngangar húsanna ('portales') eru bogar á súlum (spænsk áhrif).  Á síðari tímum hefur bandarískra áhrifa gætt meira.  Önnur hæðin (entresuelo) í eldri húsunum var fyrrum húsnæði þræla og þjónustufólks.  Inngarðar (patio) eru algengir (márísk áhrif), bæði í gömlum og nýjum byggingum, enda fyrirtaks mótsstaður fyrir íbúa húsanna.  þar sem of lítið rými er fyrir þessa inngarða koma skreyttar, hringgengar innsvalir í staðinn.  Ruggustólar (sillón eða balance) eru mjög algengir á Kúbu.  Þeir eru að mestu úr eðalviði og vandaðir mjög.  Litlir, rómantískir kofar (bohio) með þökum úr pálmablöðum eru algengir í sveitum landsins.  Þeir eru byggðir að hætti frumbyggjanna en eru á undanhaldi fyrir endingarbetra húsnæði.

Mynd:  Viales-dalur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM