Trinidad
er í Sancti Spíritushéraði
við sunnanverðar rætur Sierra del Escambrayfjalla, nærri suðurströndinni
í 20 m hæð yfir sjó. Íbúafjöldinn
er 35.000. Áætlunar- og
leigubílar (deilibílar) frá Havana og Varadero.
Trinidad
er ein elzta borg Kúbu. Norðan
hennar er fjalllendið Alturas de Trinidad, sem rís hæst í Caricia
Blanca (1.150 m). Vegna
skorts á hagstæðum náttúrulegum skilyrðum og tiltölulega strjálla
samgangna hafa nútímaframfarir farið fram hjá henni.
Þetta hefur leitt til þess, að gamli miðbærinn er lítt
breyttur. Hann hefur verið
verndaður síðan á sjötta áratugnum og er vinsæll ferðamannastaður
(Hin kúbverska Rothenburg). Þar
ægir saman nýklassískum- og barokstíl með márísku ívafi.
Þar eru glæsihús aðalsmanna og lítil hús, sem eru máluð
í gulum, bláum og bleikum pastellitum. Göturnar eru einkennilegar skipulagðar og lagðar stórum
steinum, sem halla inn að miðju þeirra til að leiða brott vatn.
Sagan.
Diego
Velázques stofnaði borgina árið 1514 í þeirri von, að gull
fyndist í nálægum ám. Trinidad
var því einn fyrsti bærinn, sem spænsku sigurvegarnir byggðu.
Staðurinn varð þó undir í samkeppninni við Mexíkó, þaðan
sem Cortes sendi miklu meiri verðmæti heim til Spánar.
Því varð bærinn líflegur umskipunarstaður fyrir vörur og
þræla. Sykurreyr var líka
ræktaður umhverfis Trinidad þangað til þrælunum var gefið frelsi.
Þá hrundi sykurræktin og bærinn gleymdist.
Mayor-torg
er
miðpunktur borgarinnar með nokkrum borgarahúsum, sem hefur verið
breytt í söfn. Við norðvesturhlið
þess er Humboldt-safnið, þar sem minnst er dvalar Alexanders von
Humbolt á Kúbu árið 1801.
Palacio
Brunet er við hliðina á Humboldtsafninu.
Höllin var byggð árið 1705 og hýsir nú safn húsgagna og
listmuna frá 18.- og 19. öld.
Dómkirkjan
fyllir út í sviðsmyndina við torgið austanvert.
Hún var byggð í lok 19. aldar. Við torgið sunnanvert er
byggingarlistarsafnið. Þar
er meðal annars að sjá teikningar af spænskum nýlendu-byggingum.
Fornleifasafnið
(Museo Arqueológico) er við torgið suðvestanvert.
Mest er um hversdagslegar minjar frá byggðum frumbyggjanna.
Calle Bolívar. Við þessa götu er að finna fallegustu, endurnýjuðu hús
við eina götu í Trinidad. Steinlagningin
(kísill) á götunni er líka velvarðveittur.
Við götuna er málverkasafn, borgarsafnið og hið frumlega
Anti-Banditensafn.
Palacio Viznaya,
norðvestan Mayortorgsins með 45 m háum klukkuturni, er í einkaeign.
Popakirkjan
trónir á hól na miðbæjarins. Þaðan
er gott útsýni yfir borgina og ströndina.
Umhverfi
Trinidad
*Playa
Ancón og La Boca. Ancón-nesið er nokkrum km suðvestan Trinidad.
Þar er 5 km löng karabísk draumaströnd með fáum hótelum.
Topes
de Collantes
er nútímalegur heilsubótarstaður 17 km norðan Trinidad í 800 m hæð
yfir sjó og mjög fallegu landslagi í Escambrayfjöllunum.
Þar er boðið upp á alls konar heilsubótarmeðferðir og 1200
gistiherbergi í öllum gæðaflokkum.
Santi Spíritus,
höfuðstaður héraðsins (70.000 íb.), er 70 km norðaustan Trinidad.
Sóknarkirkjan þar er velvarðveitt.
Hún er meðal elztu guðshúsa á Kúbu.
þar er og merkilegt nýlendulistarsafn og þrælasafnið í
Honoratiogarðinum.
Presa Zaza,
stærsta vatnsmiðlun Kúbu, er austan Santi Spíritus.
Í bæjum umhverfis þetta fiskisæla vatn hafa byggzt upp ferðamannastaðir. |