Karíbahaf Caymaneyjar,
Flag of Cayman Islands

Meira

CAYMAN

Map of Cayman Islands
.

.

Utanríkisrnt.

Caymaneyjar eru eyjaklasi sunnan Kúbu.  Brezk krúnunýlenda.  259 km2. Íbúafj. 23.000.  Höfuðb. George Town á Grand Cayman.  Tunga: Enska. Áætlunarflug frá Miami, Houston (BNA), Kingston (Jamaica), Belize City (Belize), San José (Costa Rica).  Skemmtiferðaskip koma gjarnan við í George Town.  Brezka krúnunýlendan Caymaneyjar er meðal eftirsóttustu skattaparadísa og öruggustu fjármálamiðstöðva heimsins.  Meira en 400 bankar og tryggingafyrirtæki eiga aðsetur á eyjunum.  Þar að auki eru nokkur þúsund fyrirtæki skráð þar (póstkassafyrirtæki).  Fjármálastarfsemin hefur mikið að segja fyrir eyjaskeggja og byggð hefur verið stór ráðstefnumiðstöð í tengslum við hana. Aðalvinnuvegir utan fjármálastarfsemi, gisti- og veitingahúsa, eru opinber störf, byggingariðnaður, skjaldbökuræktun, krabbaveiðar, ræktun hitabeltisfiska í ferskvatni og fiskveiðar.  

Árið 1986 voru m
eðallaun US$ 16.000.- á ári og þar með hæstu tekjur á Karíbaeyjum. Eyjarnar þrjár liggja rétt sunnan hvarfbaugs nyrðri (19° 15' og 19° 45' N - 79°44' og 81°27' V) á neðansjávarhrygg, sem teygir sig á milli Sierra Maestra á Kúbu og Belize á miðamerísku landbrúnni.  Hún takmarkast af norðurhluta Yukatánlægðarinnar í suðri og dýpsti hluti þessa hafsvæðis er 7680m.  Eyjarnar heita: Grand Cayman, Little Cayman og Cayman Brac.  Krúnunýlendan hefur heimastjórn og þykir sérstaklega efnuð vegna frjálslegra skatta- og fjárfestingarlaga.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM