Umhverfis alla eyjuna er paradís
kafara. Lífríkið er bæði fjöl- og litskrúðugt og vatnið
hreint og tært. Svartir
kórallar,
sem eru mjög sjaldgæfir, finnast hér í talsverðum mæli.
Þeir eru m.a. eftirsóttir í skartgripi.
Að auki finnast fingurkórallar, elgshornakórallar, eldkórallar
og fjöldi annarra tegunda og ýmsar tegundir svampa.
Fiskategundir eru fjölmargar og skrautfiskar, sem við þekkjum
bara úr fiskabúrum (lúðurfiskar, fiðrildafiskar, englafiskar,
stórkjaftar, tapon, manta, barrakúda, hákarlar og múrenur).
Hafsbotninn er líka þakinn skipsflökum, sem gera köfun leyndardómsfulla
og spennandi.
Íbúarnir.
Um þessar mundir (2001) búa u.þ.b. 20.000 manns á eyjunum þremur,
26% svartir, 54% múlattar, 19% hvítir og 1% af öðrum kynþáttum.
Fleiri en 17.000 búa á Grand Cayman, meira en helmingur þeirra
í George Town.
Fólkið skiptist í margar kvíslar kristinnar trúar, s.s.
Presbytera, anglikana, baptista, pílagríma, guðskirkjufólk, rómversk
katólska, aðventista og meþódista, sem eiga flesta fylgjendur.
Vegna hægfara efnahagsþróunar hefur fólk tíðim orðið að
fytjast úr landi til að tryggja framtíðarafkomu sína.
Á þessari öld og einkum eftir seinni heifmstyrjöldina hefur
íbúum farið fjölgandi.
Atvinnulíf
og viðskipti.
Fram
undir síðustu aldamót voru fiskveiðar og farmennska höfuðatvinnuvegirnir.
Eftir síðari heimstyrjöldina, einkum eftir 1952, þróaðist
ferðaþjónusta, sem byggðist á skemmtiferðaskipum og hagstæðum
skatta- og fjárfestingarlögum.
Árið 1962 komu 2000 ferðamenn til eyjanna, en árið 1979 voru
þeir 77.000.
Árið 1984 komu 150.000 með flugi og u.þ.b. 200.000 með
skemmtiferðaskipum. |