Karíbahaf Stóra Caymaneyja,
Flag of Cayman Islands

Booking.com


CAYMAN
STÓRA CAYMANEYJA

.

.

Utanríkisrnt.

Map of Cayman Islands

Stóra-Caymaneyja er 197 ferkílómetrar  Hún er stærst eyjanna og liggur vestast.  Miðhlutar hennar eru úr tertíeru kalki, sem nær mest 18m yfir sjávarmál.  Strandlengjan er úr kórallakalki og kalkleir og meðfram henni endilangri er kóralrif.

Flóinn North Sound skiptir eyjunni í aðalatriðum í vesturhlutann, sem þakinn er skógi á þurru landi og austurhlutann, þar sem er mangroveskógur og ferskvatnsmýrar.

Elztu byggðirnar eru á suðurströndinni, sem kóralrifin skýla vel og helztu baðstrendurnar eru á vestur- og suðurhlutunum.  Lystisnekkjuhöfn hefur verið byggð í Norðurflóa.

Gróður er mjög fjölbreyttur eins og á öðrum Karíbaeyjum og mikið breyttur af manna völdum.  Einkennandi fyrir Caymaneyjar eru australfíur, liljur og brönugrös.

Skjaldbökur og leguaneðlur eru tæpast lengur til villtar.  Æ sjaldnar sjást ljóslituðu landkrabbarnir og aguti (líkur héra).  Hægt er að finna rúmlega 100 fuglategundir allt árið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM