Karíbahaf Caymaneyjar sagan,
Flag of Cayman Islands

Booking.com


CAYMAN
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Map of Cayman Islands

Kólumbus fann Caymaneyjar í síðustu ferð sinni árið 1503 og nefndi þær Skjaldbökueyjar (Las Tortugas) vegna hins mikla fjölda af skjaldbökum, sem verptu þar.  Nafnið Caymanas kom fram um 1530 og er heiti á eðlutegund á indíánamáli.

Fyrsti Englendingurinn, sem heimsótti eyjarnar, var Francis Drake.  Hann kom frá Santo Domingo árið 1586.  Fjórum árum síðar lenti William King á Grand Cayman og hóf að slátra sjóskjaldbökunum.  Á seinni hluta 17. aldar gerðust liðhlaupar úr sveitum Cromwells fyrstu innflytjendur þar.  Þeir voru þá nýbúnir að taka Jamaica frá Spánverjum.

Eftir Madridsamninginn árið 1670 og þó einkum eftri Utrechtsamkomulagið  árið 1713 tóku sjóræningjar alla stjórn eyjanna í sínar hendur.  Henry Morgan, Thomas Anstis, Edward Low, George Lowther og Neil Walker eru nöfn þeirra helztu.  Árið 1717 framdi Edward Teach (Svartskeggur) óhæfuverk sín og Robert Lois Stevenson gerði hann síðar ódauðlegan í sögunni Fjársjóðseyjan.

Eftir 1734 komu aftur innflytjendur til eyjanna.  Þeir voru flestir skozkættaðir fiskimenn.  Í nóvember 1788 strönduðu 10 kaupför á leið frá Jamaica við austurströnd Grand Cayman.  Íbúar eyjarinnar björguðu öllum skipbrotsmönnunum á hetjulegan hátt.  Í þakklætis-skyni lofaði Georg III, Englandskonungur, þeim skattfrelsi.

Í upphafi 19. aldar bjuggu u.þ.b. 1000 manns á eyjunum og helmingurinn negraþrælar.  Fólkið lifði aðallega af landbúnaði og fiskveiðum.  Árið 1832 var stofnuð löggjafarsamkunda og fáum árum síðar var þrælahald afnumið.  Árið 1898 skipaði ríkisstjórinn á Jamaica, sem  réði Caymaneyjum frá 1863, umboðsmenn þar.  Þeir byggðu upp opinbert stjórnsýslukerfi á eyjunum.  Ferðaþjónustan þróaðist í kjölfar beggja heimstyrjald-anna.  Eftir að heimastjórn var fengin, var samin stjórnarskrá árið 1959.  Árið 1952 voru stjórnmálaleg og stjórnsýsluleg tengsl Jamaica og Caymaneyja rofin að fullu.  Árið 1972 fékk krúnunýlendan núverandi stjórnarskrá.  Þar stjórnar ríkisstjóri hennar hátignar með sjö manna framkvæmdaráði.  Hann situr í forsæti fimmtán manna löggjafarsamkundu.  Í september fór hvirfilvindurinn Gilbert yfir eyjarnar með 185 km hraða og skildi eftir dauða og eyðileggingu.  Flytja varð þúsundir íbúa og ferðamanna á brott.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM