Georgetown
er
Höfuðborg krúnunýlendunnar á sunnanverðu Vesturlandinu
við Hog Sty Bay (Svínastíuflóa).
Við höfnina eru nokkrar gamlar byggingar og í sumum þeirra
eru tollfrjálsar verzlanir.
Elmslie Memorial kirkjan, sem byggð var á 19. öld og endurbyggð
nýlega, býður af sér góðan þokka.
Í grennd við hana eru fátæklegar rústir Georgvirkis sem gert
var á 17. og 18. öld.
Það var reist til varnar gegn Spánverjum og sjóræningjum.
Inni í borginni vekjur fjöldi nútíma skrifstofubyggingar
athygli.
Þar eiga aðsetur lögfræðingar og fulltrúar mörg hundruð
erlendra
banka og tryggingarfyrirtækja.
Á milli Panton Avenue og Edwardstrætis er nýja dómshúsið og
norðan við það er þinghúsið og ráðhúsið auk tveggja nútíma
bygginga, þar sem stendur stytta af Georg III, Englandskonungi.
Suðaustan borgarinnar er stjórnarhúsið (1975) og aðar stjórnsýslubyggingar.
SKOÐUNARVERÐIR
STAÐIR
Half
Way Pond.
U.þ.b. 2 km austan George Town, handan Half Way Pond, er Owen
Roberts flugvöllurinn.
Við suðausturenda hans er „Hitabeltisgarðurinn", þar
sem athyglisverðar plöntur eru ræktaðar.
Aðeins norðar eru rústir fyrrum eldisstöðvar sjávarskjaldbaka.
*Sjömílnaströnd.
Norðan George Town er hin 10 km langa Sjömílnaströnd, sem löngum
var talin hin fegursta baðströnd Karíbahafsins.
Nú eru þar fjölmörg hótel, fjölbýlishús og einbýlishús
og þar býr ríkisstjóri eyjanna.
Þar er og ný og nýtízkuleg ráðstefnumiðstöð.
Botabano.
Norðvestast við Norðurflóa.
Þar hefjast bátsferðir að kóralrifjunum, sem loka flóanum hér
um bil í norður.
West
Bay.
Næst stærsti bær Grand Cayman, rétt fyrir norðan Sjömílnaströnd.
Skjaldbökustöðin.
Rétt norðan við West Bay.
Þar eru ræktaðar u.þ.b. 65.000 sjávarskjaldbökur í stórum
tönkum unz þær ná ákveðnum aldri.
Þá er þeim slátrað og þær fullnýttar.
Upphaflega var þetta bara klakstöð eggja, sem var safnað á
ströndum Surinam, Costa Rica og á Ascensióneyjum.
Tilraunir til ræktunar tókust 1973, þegar fyrsta skjaldbakan
verpti eggjum í stöðinni.
Þar með varð stöðin óháð mótmælum WWF (World Wildlife
Fund) gegn innflutningi eggja.
Árið 1978 flutti fyrirtækið út vörur (kjöt, leður,
skeljar og snyrtivörur) fyrir meira en 2 milljónir US $.
Eldisstöðin hefur mikilvægasta útflutingsatvinnuveg eyjanna
með höndum.
Víti
(Hell)
er landsvæði austan skjaldbökustöðvarinnar.
Það dregur nafn sitt af sérkennilegum klettamyndunum.
Þar er pósthús með eigin póststimpli (Hell, Grand Cayman) og
„Vítisklúbburinn", veitingastaður, sem þekktur er fyrir málshætti
og skrítin orðatiltæki.
Coconut
Walk Bay
er baðströnd á suðvesturhorninu, sem stór viti gnæfir yfir.
Suðurflói
(South Sound).
Þar er góð baðströnd austan Coconut Walk Bay.
Kóralrifin mynda gott skjól og við vesturenda strandarinnar er
skipsflak.
Prospect Point
-
Fort Prospect.
Aðeins austar á höfðanum Prospect Point er minnismerki um
William Bodden (1776-1823), sem byggði virkið Fort Prospect, sem er nú
rústir einar.
Þaðan var eyjunni stjórnað um hríð.
Prospect
Beach
er í beinu framhaldi af höfðanum til austurs. Á kóralrifinu undan
ströndinni er enn eitt skipsflakið.
Prospect
Park.
Gömlu grafirnar við veginn eru áhugaverðar.
Norðan þjóðvegarins er nýtt íbúðahverfi með sama nafni.
Norðar við Norðurflóa, er afþreyingarsvæði fyrir þá, sem
vilja stunda vatnaíþróttir, Omega Gardens.
Spotts Bay.
Enn austar í skjóli kóralrifja með High Bluff, sem er
klettabelti.
Athyglisverðir eru leðurblökuströndin og -hellarnir, þar sem
eru enn þá náttúruleg heimkynni leðurblakanna.
Matilda Ponds eru skammt norðan við með fjölda sjaldgæfra
fuglategunda.
Savannah
er bær enn austar.
Skammt suðaustan hans er elzta mannvirki eyjanna, Péturskastali
umvafinn ævintýraljóma.
Hann var líklega byggður af spænskum innflytjenda í kringum
1635 og styrktur og uppbyggður af Englendingum 1780.
Bodden Bay og Bodden Town.
Austan Savannah (5 km) er Boddenflói í rifjaskjóli.
Sjóræningjar voru tíðir gestir í Boddenbæ.
Þar er fallbyssa á Byssutorgi (Gun Square), sem notuð var við
varnir á 18. öld.
U-laga borgarmúr liggur 6 km inn á eyjuna.
Breakers.
U.þ.b. 5 km austar handan Meagre Bay Pond er litla þorpið
Breakers, þar sem er frægur klúbbur, „Vitaklúbburinn"
(Lighthouse Club) og enn austar er Frankflói með fallegum baðströndum. |