Karíbahaf Litla Caymaneyja,
Flag of Cayman Islands

Booking.com


CAYMAN
LITLA CAYMAN

.

.

Utanríkisrnt.

Map of Cayman Islands

Litla-Caymaneyja er 27 ferkílómetrar.  15 km löng og mest 3 km breið.  Vaxin mangroveskógi.  Bátsferðir og flug frá Stóru-Caymaneyju.  Evrópumenn settust fyrst þar að á 17. öld en sjóræningjar hröktu þá þaðan.  Næsta tilraun til landnáms varð árið 1833.  Eyjan er upplögð fyrir þá, sem vilja stunda sjóstangaveiði og köfun.  Aðalþorpið er south Town á eyjunni suðvestanverðri.  Suðurströndin er að mestu óspjölluð og undan henni hér um bil órofið kóralrif.  Á klettóttri vesturströndinni er viti.  Blóðflói (Bloody Bay) er vinsæll meðal kafara, sem hafa áhuga á  skipsflökum á sjávarbotni.  Við enda norðurstrandarvegarins er gömul byggð, Callabash Spot.

CAYMAN BRAC  er 36 km2.  Íb. 1500.  Eyjan er úr tertíeru kalki og víða eru klettóttar strendur.  Þar finnast ekki fenjatré (mangrove).  Flestir íbúanna búa á skjólsælli norðurströndinni.

West End þorpið byggist á ferðaþjónustu.  Þangað komu skozkir innflytjendur á 17. öld og gáfu eyjunni nafn (brac er gelíska = klettaströnd),

Fram undan „Sjóræningjakránni" (Buccaneer's Inn) eru „Hvinhellar" (Blowing Holes), sem brimið hefur holað í kalkið og myndar sérkennileg hljóð, þegar það ryðst inn í þá.

Aðalbaðstrendurnar eru við Ísakshöfða (Isaac's Point) og Dick Sessinger's Bay undan Brac Reef hótelinu.

Við norðausturenda suðurstrandarvegarins eru nokkrir hinna fjölmörgu karsthella eyjarinnar, sem felstir eru illaðgengilegir, með óvenjulegum dropasteinsmyndunum.  Í sumum hellanna hafast við nokkrar hinna síðustu eftirlifandi af hættulega útlítandi eins metra löngum eðlum.

Norðurstrandarvegurinn liggur til litríks söguþorps, „Frakkavirkis" (Frenchman's Fort), og þaðan að snarbröttum Stakeflóa, þar sem eru nokkrar opinberar byggingar.  Næst kemur smáþorpið Tibbet's Turn og Creek og loks til stærsta þorpsins, „Spot Bay", við enda vegarins.  Þaðan er hægt að ganga út á Norðausturhöfða, sem er 50 m hár og góður útsýnisstaður.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM