Sint
Eustatius
er ein Litlu-Antilleyja (Áveðurseyja) og ein
Hollenzku-Antilleyjanna. Höfuðborgin
er Willemstad á Curaçao en héraðshöfuðborgin er Philipsburg á Sint
Maarten. Flatarmálið er 21
km², íbúafjöldinn 1.500 og tungumálin hollenzka, papiamento og enska.
Daglega
eru margar flugferðir milli Sint Eustatius, St. Maarten og St.
Christopher auk þess, sem ferjur sigla til og frá St. Maarten.
Skemmtiferðaskip koma æ oftar til eyjarinnar.
Íbúarnir
eru flestir þeldökkir og lifa af ferðaþjónustu, verzlun, smálandbúnaði
og fisk-veiðum.
Flugvöllurinn, sem er einungis ætlaður litlum flugvélum, er í
sigdældinni á milli útbrunnu eldstöðvanna í norðvestri og suðaustri.
Hafskipahöfn er á eyjunni, þannig að skemmtiferðaskipin geta
lagzt að bryggju og þar er líka mjög góð snekkju- og skútuhöfn. |