Höfuðstaðurinn
er á suðvesturhluta eyjarinnar.
Hann skiptist í efri- og neðribæ.
*Oranjevirkið
er athyglisverðasti staður bæjarins.
Það gnæfir yfir hann á háum kletti, þaðan, sem gott útsýni
er yfir hafið blátt.
Það var byggt árið 1663 og endurnýjað 1976.
Efribærinn
er skammt norðaustan virkisins.
Þar er De-Graaffhúsið, sem vert er að skoða.
Þar er lítið safn (opið mánud. til föstud. kl. 09:00 -
16:00; aðgangseyrir).
Í því er að finna hluti og muni, sem heyra til
sögu og náttúru eyjarinnar.
Mest áherzla er lögð á söguna fyrir daga Kólumbusar og blómaskeiðið.
Three
Widows' Corner
er uppgert hús við Kerweg frá 18.öld, sem einnig er vert að skoða.
Ráðhúsið
í Oranjevirkinu er dæmigert nýlenduhús.
Gertrude minningarbókasafnið hýsir mikið af Karíbabókmenntum.
Siðbótarkirkjan
(1775).
Rústir hennar eru suðvestan Oranjevirkis.
Þar eru einnig rústir guðshúss gyðinga, sem reist var 1738.
Það var kallað Honen Dalim og var önnur elzta sýnagógan
í Vesturheimi.
Þar er fyrrum gyðingakirkjugarður.
Neðribær
var þéttskipaður sjófarendum frá öllum herraþjóðunum á
gullaldarskeiðinu.
Þar er enn þá að finna gömul vöruhús, þar sem m.a. voru
geymdar birgðir vopna og vara til styrktar Bandaríkjamönnum í
frelsisstríðinu.
Nokkur hús eru sokkin í sæ og aðeins aðgengileg köfurum.
Sama er að segja um gamla spænska galeiðu.
Skoðunarferðir
De
Windtvirkið; Quilleldfjallið; Oranjeströndin; Zeelandiaströndin;
Lynchströndin. |