Bretlandseyjar,,
[Flag of the United Kingdom]

 

Skaftáreldar
ÁHRIF Á BRETLANDSEYJUM

     

BRETLANDSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Íbúafjöldi: u.þ.b. 56 milljónir (1999).  216 íbúar á km2.  Stærð landsins er 259.300 km2. Vötn þekja 3.275 km2.  Lengd aðaleyjunnar 1637 km.  Breidd syðst 818 km. Landið skiptist í 71 hérað  (12 í Skotlandi, 45 í Englandi, 8 í Wales og 6 á Norður-Írlandi). England hefur 46 milljónir íbúa, Skotland 5,1, Wales 2,8 og Norður-Írland 1,5.  65% íbúanna eru mótmælendur en 35% katólskir. Bretland hefur enga stjórnarskrá.  Þar er þingbundin konungstjórn.  Magna Carta, sem John konungur undirritaði 1215 er lögð til grundvallar.  Konungdómur gengur í erfðir (elzti sonur eða dóttir, ef enginn sonur hefur fæðst). Þjóðhöfðinginn verður að vera í ensku biskupakirkjunni.  Hann setur þingið og slítur því og rýfur það, ef þörf er á. Hann setur forsætis- og aðra ráðherra formlega í embætti og samþykkir lög.  Hann verður í raun og veru að hlíta ráðum ráðherra.  Hann kemur opinberlega fram fyrir þjóð sína og Brezka samveldið í heild.

Þingið starfar í tveimur deildum, lávarðadeild og neðri deild (House of Lords og House of Commons). Neðri deildin hefur lokaákvörðunarvald.  Lávarðadeildin hefur neitunarvald og getur tafið mál en ekki haft úrslitavald.  Í neðri deild eru 630 þingmenn, kosnir í beinum kosningum til 5 ára.  Fyrsta konan var kjörin á þing árið 1928.  Í lávarðadeild eru fleiri en 900 fulltrúar, sem erft hafa rétt til setu þar auk 9 hæstaréttardómara og 26 biskupa. Á síðari árum hafa æ fleiri án erfðaréttar sezt í lávarðadeildina.  Þeir hafa verið tilnefndir af ríkisstjórninni hverju sinni.  Endurskipulagning lávarðadeildarinnar hefur lengi verið deiluefni.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM